Fræðslu- og menningarnefnd

48. fundur 15. júní 2005 kl. 16:00 - 18:00 Í Ráðhúsinu

Ár 2005, miðvikudaginn 15. júní kom Fræðslu- og menningarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 16:00.
Mættir:  Gísli Árnason, Sigurður Árnason og Katrín María Andrésdóttir sem ritaði fundargerð. Einnig:  Rúnar Vífilsson fræðslu- og íþróttafulltrúi undir lið nr. 1 og Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri Markaðs- og þróunarsviðs undir liðum nr. 2 – 8.

Dagskrá.

1. Skólamál.

Menningarmál:

2. Hátíðarhald, 17. júní, Hafnardagur.

3. Fjárhagsáætlun, hátíðahald.

4. Bíótækni.

5. Menningarsamningar.

6. Félagsheimili.

7. Tímatákn ehf.

8. Önnur mál.

Afgreiðslur:

Skólamál:

  1. Fræðslu- og íþróttafulltrúi lagði fram til kynningar yfirlit um hlutfall      réttindakennara við kennslu í grunnskólum í Sveitarfélaginu Skagafirði      skólaárið 2004 – 2005. Hlutfall réttindakennara var 85% og leiðbeinenda      15% á nýliðnu skólaári og horfur eru á að hlutfall réttindakennara verði      yfir 90% næsta skólaár. Þá var lagt fram til kynningar samkomulag um      fyrirkomulag og kostnaðarskiptingu vegna tónlistarnáms á      framhaldsskólastigi.

Menningarmál:

  1. Sviðsstjóri Markaðs- og þróunarsviðs gerði grein fyrir undirbúningi hátíðarhalda 17. júní og Hafnardagsins 16. júlí. Ákveðið að leggja kr. 200.000,-. til hátíðarhalda á Hafnardeginum af lið nr. 05-7. Jafnframt var sviðsstjóra Markaðs- og þróunarsviðs falið að ræða við Samgöngunefnd um framkvæmd Hafnardagsins.
  2. Rætt um stöðu fjárhagsáætlunar og kostnað vegna hátíðarhalda.
  3. Sviðsstjóri Markaðs- og þróunarsviðs skýrði frá breytingum á sýningartækni í kvikmyndahúsum sem leiðir til þess að fjárfesta þarf í búnaði í Bifröst ef sýna á kvikmyndir með íslenskum texta. Sviðsstjóra falið að afla nánari      upplýsinga.
  4. Sviðsstjóri kynnti vinnu að menningarsamningum. Ákveðið að bjóða fulltrúum Karlakórsins Heimis til næsta fundar með nefndinni.
  5. Lagðir fram til kynningar ársreikningar félagsheimila 2004. Reikningar fyrir      Félagsheimili Rípurhrepps og Bifröst liggja ekki fyrir.
  6. Sviðsstjóri greindi frá stöðu mála hjá Ljósmyndasafni Skagfirðinga – Tímatákni ehf.
  7. Önnur mál
    1. Sumardagskrá 2005 lögð fram til kynningar, hún hefur þegar verið send á hvert heimili á Norðurlandi vestra.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 18:00.