Fræðslu- og menningarnefnd

45. fundur 04. maí 2005 kl. 16:00 - 17:23 Í Ráðhúsinu

Ár 2005, miðvikudaginn 4. maí, kom Fræðslu- og menningarnefndar Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsi Skagafjarðar, og hófst hann kl. 16:00.
Mætt: Gísli Árnason, Sigurður Árnason, Dalla Þórðardóttir og Gísli Sigurðsson. Gunnar Sandholt ritaði fundargerð og auk þeirra sat fundinn Rúnar Vífilsson fræðslu- og íþróttafulltrúi.

Í upphafi fundar lagði Sigurður Árnason fram eftirfarandi bókun:
“Ég undirritaður átel þau vinnubrögð formanns Fræðslu- og menningarnefndar að hafa ekki boðað til fundar í nefndinni síðan þann 7. mars og aðeins þrisvar á árinu. Fræðslu- og menningarnefnd hefur með þessu afsalað sér völdum og áhrifum til embættismanna og forstöðumanna stofnana í stað þess að vera stefnumarkandi og leiðbeinandi fyrir þá málaflokka sem undir nefndina heyra. Næg fundarefni hafa verið til staðar s.s. að sinna verkefnum sem nefndinni hefur verið falið að vinna að af sveitarstjórn og verkefnum sem nefndinni ber að vinna að samkvæmt samþykktum sveitarfélagsins.”

Dagskrá:

Skólamál:

Tónlistarskóli

 1. Gjaldskrá
 2. Önnur mál

Grunnskóli

 1. Árvist, innritunarreglur
 2. Úttekt á frístundastarfi í skólum
 3. Skóladagatal
 4. Grunnskólinn Hofsósi, umsóknir um stöðu skólastjóra
 5. Skólastefna
 6. Önnur mál

Afgreiðslur:

Skólamál:

 Tónlistarskóli

 1. Formaður leggur til að gjaldskrá tónlistarskóla verði hækkuð um 4% skólaárið. Samþykkt, Sigurður Árnason sat hjá.
 2. Önnur mál. Engin.

Grunnskóli

 1. Árvist, innritunarreglur. Lögð fram breytt drög að “Reglum um umsóknir og innritun”, sbr. fyrri umræður. Reglurnar um umsóknir og innritun samþykktar með breytingum á 4. gr.
 2. Samþykkt erindisbréf um úttekt á frístundastarfi barna í 1. – 7. bekk.
 3. Tekin fyrir og samþykkt skóladagatöl Árskóla og Varmahlíðarskóla. Fræðslufulltrúa falið að ganga eftir skilum á skóladagatölum Grunnskólans á Hofsósi og Grunnskólans að Hólum.
 4. Tvær umsóknir hafa borist um stöðu skólastjóra á Hofsósi. Umsóknirnar lagðar fram og kynntar.
 5. Ákveðið að vinna að frekari undirbúningi stefnumörkunar á sérstökum vinnufundi.
 6. Önnur mál.
       a)   Bréf foreldra í Varmahlíðarskóla varðandi skólaakstur, dags. 26. apríl 2005.
       b)   Lagður fram til kynningar upplýsingapési um íslensku menntaverðlaunin
       c)   Erindi menntamálaráðuneytis dags 28. apríl s.l. um rafrænt umsóknarferli um framhaldsskóla

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 17:23.