Fræðslu- og menningarnefnd

40. fundur 17. desember 2004 kl. 15:00 - 17:15 Í Ráðhúsinu

Ár 2004, föstudaginn 17. desember, kom Fræðslu- og menningarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 15:00.
Mætt voru: Gísli Árnason, Einar Gíslason og Katrín María Andrésdóttir, sem ritaði fundargerð. Einnig: Rúnar Vífilsson fræðslu- og íþróttafulltrúi undir liðum nr. 1 – 7 og Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs undir liðum 8 – 9. Undir liðum nr. 3 – 5 sátu fundinn: Kristrún Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra og Ásgrímur Sigurbjörnsson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Dagskrá:

Skólamál - Grunnskóli:

 1. Fjárhagsáætlun 2005.

2.   Önnur mál.

Leikskóli:

 1. Fjárhagsáætlun 2005.
 2. Erindi frá leikskólastjórum, dags. 8. desember 2004. Sumarlokanir leikskóla.
 3. Önnur mál.

Tónlistarskóli:

 1. Fjárhagsáætlun 2005.
 2. Önnur mál.

Menningarmál:

 1. Fjárhagsáætlun 2005.
 2. Önnur mál.

Afgreiðslur:

Skólamál - Grunnskóli:

 1. Tekin fyrir fjárhagsáætlun ársins 2005, með áorðnum breytingum frá fyrri umræðu sveitarstjórnar.  Vísað til byggðaráðs.
 2. Önnur mál –  engin.

Leikskóli:

 1. Tekin fyrir fjárhagsáætlun ársins 2005, með áorðnum breytingum frá fyrri umræðu sveitarstjórnar. Vísað til byggðaráðs.
 2. Tekið fyrir erindi frá leikskólastjórum, dags. 8. desember 2004 þar sem fram koma tillögur að tímsetningum sumarlokana leikskóla, 2005 - 2008. Fræðslu- og menningarnefnd lýsir ánægju með framkomnar tillögur og samþykkir þær. Leikskólastjórum falið að sjá um kynningu sumarlokana.
 3. Önnur mál –  engin.

Tónlistarskóli:

 1. Tekin fyrir fjárhagsáætlun ársins 2005, með áorðnum breytingum frá fyrri umræðu sveitarstjórnar. Vísað til byggðaráðs.
 2. Önnur mál –  engin.
  Heildarútgjöld að frádregnum tekjum, til fræðslumála á árinu 2005, við fyrri umræðu í sveitarstjórn voru áætluð kr. 711.263.000 en þegar búið var að áætla kostnað vegna samningsbundinna launahækkana ofl. var gert ráð fyrir kr. 762.943.000,-., Nefndin leggur til að heildarútgjöld að frádregnum tekjum, til fræðslumála verði kr. 740.284.000,-.  á árinu 2005 og er þá gert ráð fyrir enn frekari hagræðingu í skólastarfi.
  Einar Gíslason situr hjá við afgreiðsluna.

Menningarmál:

 1. Tekin fyrir fjárhagsáætlun ársins 2005, með áorðnum breytingum frá fyrri umræðu sveitarstjórnar. Vísað til byggðaráðs.
  Heildarútgjöld að frádregnum tekjum, til menningarmála á árinu 2005 við fyrri umræðu í sveitarstjórn voru áætluð  kr. 68.245.000. Nefndin leggur ekki til breytingu á þeirri áætlun.
  Einar Gíslason situr hjá við afgreiðsluna.
 2. Önnur mál.
  a)  Borist hefur bréf frá hússtjórn félagsheimilisins Miðgarðs, varðandi aukningu á rekstrarstyrk 2004.  Nefndin telur sér ekki fært að verða við erindinu.  Formanni nefndarinnar falið að ræða við formann hússtjórnar um framhald málsins.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundið slitið kl. 17:15.