Fræðslu- og menningarnefnd

40. fundur 26. nóvember 2004 kl. 15:00 - 17:00 Í Ráðhúsinu

Ár 2004, föstudaginn 26. nóvember 2004, kom fræðslu- og menningarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 15:00
Mætt voru: Gísli Árnason, Sigurður Árnason og Katrín María Andrésdóttir, sem ritaði fundargerð.
Undir liðum nr. 1 – 6 sat fundinn Rúnar Vífilsson fræðslu- og íþróttafulltrúi. 
Undir liðum nr. 1 – 3 sátu fundinn Óskar Björnsson áheyrnarfulltrúi skólastjóra og Friðrik Steinsson áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna.
Undir liðum nr. 4 – 6 sátu fundinn Ásgrímur Sigurbjörnsson áheyrnarfulltrúi og Cristine Hellwig áheyrnarfulltrúi starfsmanna leikskóla.

Dagskrá:       

Skólamál - Grunnskóli:

 1. Fjárhagsáætlun 2005.
 2. Erindi frá menntamálaráðuneyti dags. 22. nóvember varðandi skipulag skólahalds.
 3. Önnur mál

Leikskóli:

 1. Fjárhagsáætlun 2005.
 2. Erindi frá skólastjóra leikskólans út að austan, dags 22. nóv. Tillaga á nafn leikskólans.
 3. Önnur mál.

Tónlistarskóli:

 1. Fjárhagsáætlun 2005.
 2. Önnur mál.

Menningarmál:

 1. Fjárhagsáætlun 2005.
 2. Önnur mál

Afgreiðslur:

Skólamál – Grunnskóli:

 1. Lögð fyrir drög að fjárhagsáætlun ársins 2005 og rætt um þau.
 2. Lagt fram tilkynningar bréf frá Menntamálaráðuneytinu, dags. 22. nóv 2004, varðandi skipulag skólahalds.
 3. Önnur mál
  a) Teknar fyrir tillaga að verklagsreglum um auglýsingar, kynningar o.fl. í skólum í Skagafirði og tillaga að viðmiðunarreglum um rannsóknir og kannanir í skólum, sem kynntar voru á síðasta fundi nefndarinnar.  Nefndin samþykkir framkomnar tillögur.

Leikskólamál:

 1. Lögð fyrir drög að fjárhagsáætlun ársins 2005 og rætt um þau.
 2. Tekið fyrir erindi frá skólastjóra leikskólans út að austan, dags. 22. nóvember 2004, varðandi tillögu að nafni skólans.  Nefndin samþykkir að leikskólinn heiti framvegis Tröllaborg eins og fram kemur í erindinu.
 3. Önnur mál
  a) Rætt um sumarlokanir leikskóla í Skagafirði og könnun sem gerð var meðal foreldra varðandi þau mál. Ákveðið að óska eftir því að leikskólastjórar leggi fram tillögur að dagsetningum sumarlokana 2005 – 2007,  í samráði við viðkomandi foreldrafélög.

Tónlistarskóli:

 1. Lögð fyrir drög að fjárhagsáætlun árins 2005 og rætt um þau.
 2. Önnur mál.  Engin.

Menningarmál:

 1. Lögð fyrir drög að fjárhagsáætlun ársins 2005 og rætt um þau.
 2. Önnur mál.  Engin.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 17:00