Fræðslu- og menningarnefnd

35. fundur 01. júlí 2004 kl. 10:00 - 11:30 Í Ráðhúsi Skagafjardar

Ár 2004, fimmtudaginn 1. júlí, kom fræðslu- og menningarnefnd saman til fundar í Ráðhúsi Skagafjarðar kl. 10:00.
Mætt:  Gísli Árnason, Sigurður Árnason og Katrín María Andrésdóttir. sem ritaði fundargerð.
Þá sátu fundinn: Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs, undir dagskrárliðum nr. 1 – 3, Rúnar Vífilsson fræðslu- og íþróttafulltrúi og Kristrún Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra undir dagskrárliðum nr. 4 – 5.

DAGSKRÁ:

Menningarmál:

1.   Liður 05-9, styrkir til félagsheimila.

2.   Menningarsamningar.

3.   Önnur mál.

Skólamál - Leikskóli

4.   Úrræði í leikskólamálum á Sauðárkróki, breytingar á skólahaldi.

  1. Önnur mál.

AFGREIÐSLUR:

Menningarmál.

  1. Rætt um rekstrarstyrki til félagsheimila. Fram kom tillaga um eftirfarandi      úthlutun af lið nr. 05-9, til viðbótar þeim rekstarstyrkjum sem áður hefur      verið úthlutað af þeim lið: Árgarður kr. 700.000,-. Félagsheimili Rípurhrepps kr. 200.000,-. Höfðaborg kr. 400.000,-. Ketilás kr. 400.000,-. Melsgil kr. 200.000,-. Skagasel kr. 200.000,-. Alls kr. 2.100.000,-. Tillagan samþykkt.
  2. Gerð var stuttlega grein fyrir stöðu mála varðandi vinnu að menningar­samningum á Norðurlandi vestra. Starfshópur sem kallaður var saman af stjórn SSNV (Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra) hefur nú hist tvisvar. Ætlunin er að hópurinn muni leggja tillögur sínar fyrir þing SSNV nú í komandi ágústmánuði. Rætt um menningarsamninga og útfærslu þeirra.
  3. Önnur mál engin.

Skólamál – leikskóli.

  1. Rætt um úrræði í leikskólamálum á Sauðárkróki. Unnið er að samningum um viðbótarhúsnæði fyrir leikskóladeild til bráðabirgða, sbr. samþykkt byggðaráðs. Leikskólastjórnendum falið að annast innritun.
  2. Önnur mál.
    a) Lagt fram til kynningar bréf dags. 23. júní 2004, frá Óskari Björnssyni og Gunnhildi Harðardóttur, varðandi málefni Árvistar. Ákveðið að óska eftir því að bréfritarar komi á næsta fund nefndarinnar og ræði nánari útfærslur.

Fleira ekki tekið fyrir.  Fundi slitið kl. 11:30.