Fræðslu- og menningarnefnd

34. fundur 21. maí 2004 kl. 15:00 - 17:51 Í Ráðhúsi Skagafjarðar

Ár 2004, föstudaginn 21. maí kom fræðslu- og menningarnefnd saman til fundar í Ráðhúsi Skagafjarðar, kl. 15:00.

Mætt:  Gísli Árnason, Sigurður Árnason, Dalla Þórðardóttir og Katrín María Andrésdóttir sem ritaði fundargerð. Þá sat fundinn undir liðum nr. 1-11, Gunnar Sandholt sviðsstjóri fjölskyldu- og þjónustusviðs.

Dagskrá:

Skólamál - Leikskólamál

1.   Úrræði í leikskólamálum á Sauðárkróki.

2.   Gjaldskrá leikskóla.

3.   Önnur mál.

Grunnskólamál

4.   Erindi varðandi sparkvöll á Hofsósi, dags. 21. apríl 2004.

5.   Erindi frá skólastjóra Grunnskólans að Hólum, dags. 23. apríl 2004.

6.   Erindi frá Lions varðandi afnot af húsnæði Grunnskólans á Hólum,
dags.17. maí 2004.

7.   Skóladagatal.

8.   Önnur mál.

Tónlistarskóli

9.   Gjaldskrá tónlistarskólans skólaárið 2004-2005

10. Önnur mál.

11. Yfirlit reksturs 2003.

Menningarmál:

12. Styrkumsókn, Jónsmessufélagið Hofsósi, dags. 15. apríl 2004.

13. Styrkumsókn, Véla- og samgönguminjasafnið í Stóragerði, dags. 5. maí 2004.

14. Málefni Árgarðs.

15. Önnur mál.

Afgreiðslur:

Skólamál – Leikskólamál.
Undir liðum nr. 1 – 3 sátu fundinn eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Helga Sigurbjörnsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Valbjörg Pálmarsdóttir fulltrúi starfsmanna á leikskólum og Gunnar Óskarsson fulltrúi foreldra.

 1. Fræðslu- og menningarnefnd óskar eftir því við Byggðaráð, stjórn Eignasjóðs að formaður nefndarinnar fái að koma til fundar og gera grein fyrir þeirri vinnu sem fram hefur farið til að leysa skort á leikskólarými á Sauðárkróki. Jafnframt óskar nefndin eftir því að unnið verði sem fyrst að því að fjölga leikskólaplássum  bæði til bráðabirgða og lengri tíma.
 2. Fræðslu- og menningarnefnd leggur til að gjaldskrá leikskóla hækki frá og með 1. september n.k. um 3,2 % og tekur þar með mið af almennum verðlagshækkunum, vísitölu neysluverðs og launa. Einnig leggur nefndin til endurskoðuð verði samsetning gjaldskrárinnar með tilliti til sérgjaldskrár og afsláttarflokka. Sigurður Árnason situr hjá við afgreiðslu gjaldskrárbreytingar.
 3. Önnur mál:
  a) Ákveðið að fela fræðslu- og íþróttafulltrúa að boða til vinnufundar nefndarinnar með leikskólastjórum til að ræða leikskólamál, sérstaklega.
  b) Fram kom fyrirspurn um fjarnámsmöguleika starfsmanna á leikskólum. Ákveðið að ræða það nánar á vinnufundinum.

Grunnskólamál.
Undir liðum nr. 4 – 8 sat fundinn Óskar Björnsson fulltrúi skólastjóra.

 1. Lagt fram til kynningar bréf dags. 21. apríl 2004, frá Ungmennafélaginu Neista, Íbúasamtökunum út að austan og Grunnskólanum Hofsósi, varðandi gerð sparkvallar við Grunnskólann Hofsósi. Nefndin fagnar því að ákveðið hefur verið að ráðast í verkefnið.
 2. Lagt fram til kynningar bréf dags. 23. apríl 2004, undirritað af Jóhanni Bjarnasyni skólastjóra Grunnskólans að Hólum, varðandi lagningu gervigrass á  sparkvöll við Grunnskólann að Hólum.      
 3. Tekið fyrir bréf dags. 17. maí 2004, undirritað af Ásgrími Sigurbjörnssyni, f.h. undirbúningsnefndar vegna alþjóðlegra sumarbúða unglinga á vegum Lionsklúbba á Norðvesturlandi. Í bréfinu er óskað eftir afnotum af húnæði Grunnskólans að Hólum vegna áðurnefndra sumarbúða, sumarið 2005.  Fræðslu- og menningarnefnd tekur jákvætt      í erindið fyrir sitt leyti en vísar að öðru leyti málinu til viðkomandi skólastjóra.
 4. Lögð fram skóladagatöl frá Árskóla, Varmahlíðarskóla og Grunnskólanum að Hólum. Samþykkt.
 5. Önnur mál.
  a) Tekið fyrir erindi sem barst í tölvupósti 20. maí 2004, frá Guðrúnu Þóru Gunnarsdóttur, formanni foreldrafélags Grunnskólans að Hólum, þar sem þakkað er það framtak að tengja starf í skólagörðum við starf grunnskólanna. Fram kemur í erindinu að áhugi er fyrir starfsemi skólagarða á Hólum. Fræðslu- og menningarnefnd felur sviðsstjóra fjölskyldu- og þjónustusviðs að kanna hvort og hvernig unnt er að verða við erindinu.
  b)  Tekið fyrir bréf dags. 3. maí 2004, undirritað af Páli Dagbjartssyni, skólastjóra Varmahlíðarskóla, um skóladagatal og vorskýrslu grunnskóla. Varðandi skóladagatal vísast til 7. liðar fundargerðarinnar. Fræðslu- og menningarnefnd vill þakka skólastjórum grunnskólanna fyrir greinargóðar vorskýrslur og upplýsingar á heimasíðum skólanna, þar sem fram koma margvíslegar upplýsingar um skólastarfið, kannanir meðal nemenda og foreldra, sjálfsmat, vinnu nemenda ofl. Jafnframt óskar nefndin eftir því að fá áfram samantekt í svipuðu formi og verið hefur.
  c)  Fram kom fyrirspurn um húsnæðismál Árskóla og vinnu við uppbyggingaráform. Skv. samþykkt sveitarstjórnar vinnur Byggðaráð að málinu.

Tónlistarskóli.

 1. Rætt um gjaldskrá fyrir tónlistarskóla Skagafjarðar skólaárið 2004 – 2005.  Fræðslu- og menningarnefnd leggur til að almenn gjaldskrá hækki um u.þ.b. 4,5 % milli ára, jafnframt verði gerðar þær breytingar að 20 ára og eldri og nemendur sem ekki eiga lögheimili í Sveitarfélaginu Skagafirði eða Akrahreppi greiði 25% hærra gjald en aðrir nemendur. Fjölskylduafsláttur verði veittur óháð aldri nemenda. Sigurður Árnason situr hjá við afgreiðslu á breytingu gjaldskrár.
 2. Önnur mál.
  a)  Rætt um húsnæðismál Tónlistarskólans.

Önnur mál.

  11.  Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit ársins 2003.

Menningarmál.

  12. Tekið fyrir erindi dags. 15. apríl 2004, frá Jónsmessufélaginu Hofsósi, þar sem óskað er eftir fjárstuðningi vegna fyrirhugaðra hátíðarhalda á Jónsmessu, sumarið 2004. Nefndin samþykkir að veita kr. 80.000,-. af lið nr. 05-89.
  13. Tekið fyrir bréf dags. 5. maí 2004, frá Véla- og samgönguminjasafninu í
Stóragerði, þar sem óskað er eftir styrk vegna formlegrar opnunar safnsins. Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir að veita kr. 30.000,-. af lið nr. 05-89.
  14.  Rætt um málefni Félagsheimilisins Árgarðs.
  15.  Önnur mál. Engin.

Fleira ekki tekið fyrir.  Fundi slitið kl.17:51.