Fræðslu- og menningarnefnd

31. fundur 06. febrúar 2004 kl. 15:00 - 17:45 Í Ráðhúsinu

Ár 2004, föstudaginn 6. febrúar kom Fræðslu- og menningarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 15:00.
Mætt voru:  Gísli Árnason, Sigurður Árnason, Rögnvaldur Ólafsson og Katrín María Andrésdóttir, sem ritaði fundargerð.

 Dagskrá:     

Skólamál:

Leikskóli

1.   Sumarlokanir leikskóla.

2.   Haustþing.

3.   Þriggja ára áætlun.

4.   Önnur mál.

Grunnskóli

5.   Erindi frá landsmótsnefnd.

6.   Erindi frá Menntamálaráðuneyti.

7.   Úttekt KPMG.

8.   Þriggja ára áætlun.

9.  Önnur mál.

Tónlistarskóli

10. Þriggja ára áætlun

11. Önnur mál

Menningarmál:

12. Félagsheimilið Árgarður, reglur. Fulltrúar eigenda mæta á fundinn.

13. Liður 05-9, styrkir til félagsheimila.

14. Liður 05-7, hátíðahöld.

15. Félagsheimilið Miðgarður, erindi frá Helga Gunnarssyni.

16. Þriggja ára áætlun.

17. Önnur mál.

Afgreiðslur:

Leikskóli
Undir lið nr. 1 – 4 sátu fundinn Gunnar Óskarsson áheyrnafulltrúi foreldra leikskólabarna, Berglind Guðmundsdóttir fulltrúi starfsfólks á leikskólum og Helga Sigurbjörnsdóttir fulltrúi leikskólastjóra.

 1. Rætt um sumarlokanir leikskóla.  Ákveðið að leita eftir viðhorfi foreldrafélaga.
 2. Tekið fyrir erindi frá leikskólastjórum, dags. 22. janúar sl. þar sem óskað er eftir því að starfsfólki leikskóla verði heimilt að taka starfsdag vegna þátttöku í haustþingi kennara haustið 2004.  Nefndin tekur jákvætt í erindið.
 3. Lögð fram drög að fjárhagsáætlun til þriggja ára (2005-2007).  Vísað til Byggðaráðs og Samráðsnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps.
 4. Önnur mál.
  a)  Fræðslu- og íþróttafulltrúi lagði fram til kynningar minnisblöð af fundum með leikskólastjórum 9. des 2003, 15. janúar 2004 og 5. febrúar 2004.
  Ákveðið var að óska eftir upplýsingum um stöðu biðlista á leikskólum á næsta fund nefndarinnar.

  Grunnskóli
  Undir lið nr. 5 – 9  sátu fundinn Óskar Björnsson áheyrnarfulltrúi skólastjóra, Björg Baldursdóttir áheyrnarfulltrúi kennara og Rúnar Vífilsson fræðslu- og íþróttafulltrúi.
 5. Tekið fyrir bréf, dags. 28. janúar 2004, undirritað af Ómari Braga Stefánssyni framkvæmdastjóra Landsmóts UMFÍ, þar sem óskað er eftir afnotum af húsnæði Árskóla vegna Landsmóts UMFÍ n.k. sumar.  Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur Fræðslu- og íþróttafulltrúa að annast nánari útfærslu ásamt skólastjóra Árskóla og bréfritara.
 6. Lagt fram til kynningar bréf frá Menntamálaráðuneyti, dags. 16. janúar 2004,  þar sem fjallað er um kennslustundafjölda.
 7. Rætt um fyrirhugaða úttekt KPMG á rekstri grunnskóla.  Ákveðið að óska eftir nánari upplýsingum um úttektina og hvernig hún muni nýtast í framhaldinu.
 8. Lögð fram drög að fjárhagsáætlun til þriggja ára (2005-2007).  Vísað til Byggðaráðs og Samráðsnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps.
 9. Önnur mál.
  a)  Lagt fram bréf, dags. 2. febrúar 2004, þar sem nemendur við Háskólann á Akureyri óska eftir að fá að vinna að rannsókn á þjónustuþörfum nemenda með sérþarfir í grunnskólum Skagafjarðar.  Fyrir liggur samþykki Persónuverndar og Vísindasiðanefndar.  Nefndin tekur jákvætt í erindið.  Fræðslu- og íþróttafulltrúa falið að svara erindinu í samráði við skólastjóra í viðkomandi skólum.
  b)  Rætt um kjaramál skólastjóra.  Ákveðið var að óska eftir nánari upplýsingum um stöðu þeirra mála frá sveitarstjóra.

  Tónlistarskóli.
  Undir liðum nr. 10 – 11 sat fundinn:  Sveinn Sigurbjörnsson skólastjóri Tónlistarskóla Skagafjarðar og Rúnar Vífilsson fræðslu- og íþróttafulltrúi.
 10. Lögð fram drög að fjárhagsáætlun til þriggja ára (2005-2007).  Vísað til Byggðaráðs og Samráðsnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps.
 11. Önnur mál.
  a) Lögð fram drög að gjaldskrá fyrir Tónlistarskólann skólaárið 2004 – 2005.  Ákveðið að skoða nánar útfærslu gjaldskrárinnar.
  Rögnvaldur Ólafsson vék nú af fundi.

  Menningarmál.
  Undir liðum nr. 12 – 17 sat fundinn: Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs.  Undir lið nr. 12 sátu fundinn fulltrúar í hússtjórn Félagsheimilisins Árgarðs:  Sigríður Sveinsdóttir, Jónína Friðriksdóttir, Þórarinn Sverrisson, Rut Valdimarsdóttir, Einnig:  Friðrik Rúnar Friðriksson húsvörður.
 12. Tekið fyrir bréf frá stjórnum Kvenfélags Lýtingsstaðahrepps og Ungmennafélagsins Framfarar, dags. 25. nóvember 2003 um reglur fyrir Félagsheimilið Árgarð.
  Fundarmenn voru sammála um að bæta inn í reglurnar nánari túlkun á því hvað teldist eðlilegt viðhald húsnæðisins.  Ákveðið var að miða við að eðlilegt viðhald væri almennt viðhald hússins, sem ekki hefði áhrif á fasteignamat eignarinnar.
  Einnig ákveðið að leggja til að stjórn Félagsheimilisins verði þriggja manna en kjörnir verði þrír fulltrúar til vara, sem hafi seturétt, málfrelsi og tillögurétt á stjórnarfundum.
  Sviðsstjóra falið að svara bréfi félaganna og ganga frá reglunum í samráði við stjórnir félaganna.
 13. Lögð fram tillaga um hlutagreiðslu rekstrarstyrkja til félagsheimila,          
  Árgarður                             kr.    500.000,-.
  Bifröst                                 kr.    500.000,-.
  Félagsh. Rípurhr.               kr.    200.000,-.
  Höfðaborg                          kr.    600.000,-.
  Ketilás                                kr.    200.000,-.
  Ljósheimar                         kr.    400.000,-.
  Melsgil                               kr.    200.000,-.
  Miðgarður                          kr. 1.000.000,-.
  Skagasel                           kr.    200.000,-.
  Samtals:                            kr. 3.800.000,-.
  Samþykkt samhljóða.
 14. Rætt um skiptingu á fjárveitingum til hátíðarhalda.  Ákveðin eftirfarandi skipting vegna hátíðarhalda jóla og áramóta 2004.
  Sauðárkrókur                                  
  Áramótabrenna /Flugeldar                             kr. 360.000,-.
  Hofsós:
  Jólatrésskemmtun                                          kr.   35.000,-.
  Áramótabrenna/Flugeldar                              kr. 175.000,-.
  Varmahlíð:
  Jólatrésskemmtun                                          kr.   35.000,-.
  Áramótabrenna/Flugeldar                              kr. 175.000,-.
  Fljót:
  Jólatrésskemmtun                                          kr.   30.000,-.
  Steinsstaðahverfi:
  Jólatrésskemmtun                                          kr.   30.000,-.
  Hólar:
  Jólatrésskemmtun                                          kr.   30.000,-.
  Samtals:                                                       kr. 870.000,-.
 15. Tekið fyrir bréf, dags. 2. janúar 2004, frá Helga Gunnarssyni, þar sem hann óskar eftir að láta af störfum í hússtjórn Félagsheimilisins Miðgarðs.  Ákveðið að skipa nýjan fulltrúa á næsta fundi nefndarinnar.
 16. Lögð fram drög að fjárhagsáætlun til þriggja ára (2005-2007).  Nefndin leggur áherslu á að tekið verði tillit til vinnu vegna Menningahúss í þriggja ára áætlun. Vísað til Byggðaráðs og Samráðsnefndar Sveitarfélagsins Skaga­fjarðar og Akrahrepps. 
 17. Önnur mál.
  a) Rætt um skjalavistunarkerfi.  Ákveðið að nefndin vinni framvegis fundi og erindi í nýju kerfi.
  b) Áætlaðir fundardagar til vors verða svo sem hér segir:  12. mars, 16. apríl og 21. maí.  Fundir munu að óbreyttu hefjast kl. 15:00 í Ráðhúsinu.

Fleira ekki tekið fyrir.  Fundi slitið kl. 17:45.