Fræðslu- og menningarnefnd

30. fundur 15. desember 2003 kl. 09:00 - 11:50 Í Ráðhúsinu

Ár 2003, mánudaginn 15. desember kom fræðslu- og menningarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 09:00.
Mætt:  Gísli Árnason, Sigurður Árnason og Katrín María Andrésdóttir sem var í símasambandi. Þá mættu einnig áheyrnarfulltrúar grunnskólans Óskar G. Björnsson og Hanna Dóra Björnsdóttir. Fulltrúar leikskólans Helga Sigurbjörnsdóttir, Valbjörg Pálmarsdóttir og Gunnar Óskarsson. Fulltrúar Tónlistarskólans, Sveinn Sigurbjörnsson og Stefán Gíslason. Einnig sátu fundinn Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs undir liðnum menningarmál og Rúnar Vífilsson fræðslu- og íþróttafulltrúi undir liðnum skólamál.

Dagskrá:

Menningarmál:

1.   Fjárhagsáætlun 2004.

2.   Fundargerð stjórna Kvenfélags Lýtingsstaðahrepps og Ungmennafélagsins Framfarar þann 25. nóvember varðandi reglur um Árgarð.

3.   Önnur mál.

Skólamál:

Grunnskóli

4.   Fjárhagsáætlun 2004.

5.   Önnur mál.

Leikskóli

6.   Fjárhagsáætlun 2004.

7.   Erindi frá skólastjóra Leikskólans Birkilundi, dags 20. nóv. Frestað frá síðasta fundi.

8.   Önnur mál.

Tónlistarskóli

9.   Fjárhagsáætlun 2004.

10. Önnur mál.

Afgreiðslur:

Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs sat fundinn undir lið nr. 1-3.

Menningarmál:

 1. Tekin fyrir drög að fjárhagsáætlun 2004, sem vísað var til nefnda við fyrri umræðu sveitarstjórnar, 11. desember sl.  Nefndin leggur til að liður 05, menningarmál lækki frá fyrri umræðu úr kr. 65.805  í kr. 63.455.
 2. Tekið fyrir erindi frá stjórnum Kvenfélags Lýtingsstaðahrepps og Ungmennafélagsins Framfarar sem fram kemur í fundargerð þeirra 25. nóvember sl. þar sem óskað er eftir breytingum á samþykktum Félagsheimilisins Árgarðs.  Ákveðið að bjóða fulltrúum viðkomandi stjórna til fundar vegna málsins.
 3. Önnur mál. Engin önnur mál.

  Skólamál:
  Grunnskóli:
 4. Tekin fyrir drög að fjárhagsáætlun 2004, sem vísað var til nefnda við fyrri umræðu sveitarstjórnar, 11. desember sl.
 5. Önnur mál. Engin önnur mál.

  Leikskóli:
 6. Tekin fyrir drög að fjárhagsáætlun 2004, sem vísað var til nefnda við fyrri umræðu sveitarstjórnar, 11 desember sl.
 7. Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Leikskólans Birkilundi, dags. 20. nóvember sl. og var áður á dagskrá á fundi nefndarinnar 20. nóvember sl. Fræðslunefnd vísar erindinu til byggðaráðs (stjórnar Eignasjóðs) og samráðsnefndar Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Formanni falið að fylgja þessu erindi eftir.
 8. Önnur mál. Rætt um fjölgun barna sem þurfa leikskólapláss næsta haust. Fyrirsjáanleg eru vandræði á Sauðárkróki, Varmahlíð og að Hólum. Einnig rætt um sumarlokanir leikskólanna næsta ár. Rætt á næsta fundi.

  Tónlistarskóli:
 9. Tekin fyrir drög að fjárhagsáætlun 2004, sem vísað var til nefnda við fyrri umræðu sveitarstjórnar, 11. desember sl.
 10. Önnur mál. Engin önnur mál.
  Fræðslunefnd leggur til við byggðarráð að málaflokkur 04 – Fræðslumál hækki úr 685.555 þúsundum í 690.400 þúsund. Sigurður Árnason óskar bókað að hann sitji hjá.

Fleira ekki tekið fyrir.  Fundi slitið kl. 11,50