Fræðslu- og menningarnefnd

29. fundur 20. nóvember 2003 kl. 16:00 - 18:50 Í Ráðhúsinu

Ár 2003, fimmtudaginn 20. nóvember, kom Fræðslu- og menningarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 16:00.
Mætt voru:  Gísli Árnason, Einar Gíslason og Katrín María Andrésdóttir sem ritaði fundargerð.  Dalla Þórðardóttir boðaði forföll.

Dagskrá:

Menningarmál:

1.   Erindi um stuðning við Snorraverkefnið sumarið 2004. Erindinu vísað til nefndarinnar frá Byggðarráði 11 nóv. sl.

2.   Umsókn frá Nemendafélagi FNV um styrk vegna söngleiks.

3.   Liður 05-71. Hátíðahöld.

4.   Tillaga varðandi lið 05-58. Listaverkasjóð.

5.   Fjárhagsáætlun 2004.

6.   Önnur mál.

Skólamál:

Grunnskóli

7.   Fjárhagsáætlun 2004.

8.   Önnur mál.

Leikskóli

9.   Fjárhagsáætlun 2004.

10. Önnur mál.

Tónlistarskóli

11. Fjárhagsáætlun 2004.

 1. Önnur mál.

Afgreiðslur:
Undir lið nr. 1 – 6 sat fundinn Áskell Heiðar Ásgeirsson, sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs.

Menningarmál:

 1. Tekið fyrir bréf dags. 31.10. 2003, varðandi styrk til Snorraverkefnisins sumarið 2004.Erindinu var vísað til nefndarinnar frá Byggðarráði þann 11. nóvember sl.
  Nefndin synjar umbeðnum styrk.
 2. Tekið fyrir bréf, undirritað af Vilhjálmi Árnasyni forseta Nemendafélags      Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra varðandi styrk vegna uppsetningar á söngleik hjá Nemendafélagi Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra. Ákveðið að veita styrk kr. 100.000,-. úr      Menningarsjóði 05-89-954-1.
 3. Rætt um skiptingu útgjalda á lið 05-71 sem varið er til hátíðarhalda.  Til ráðstöfunar eru alls kr. 760.000,-.  Nefndin samþykkir skiptingu skv. minnisblaði sem fram kom á fundinum.
 4. Rætt um lið nr. 05-58, Listaverkasjóð.  Ákveðið að óska eftir því við Byggðarráð að við gerð fjárhagsáætlunar verði forstöðumanni      fræðaseturs heimilt að geyma tekjur umfram gjöld, milli ára, til að mæta      stærri verkefnum s.s. listaverkakaupum og viðgerðum á safnmunum.
 5. Lögð fram til kynningar drög að áætlun forstöðumanna rekstrareininga um tekjur og útgjöld ársins 2004.
 6. Önnur mál.  Engin.

Skólamál

Grunnskóli:
Undir lið nr. 7 – 12 sat fundinn Rúnar Vífilsson fræðslu- og íþróttafulltrúi.  Áheyrnarfulltrúar grunnskóla undir lið nr. 7 – 8, Hanna Dóra Björnsdóttir fulltrúi kennara og Óskar Björnsson fulltrúi skólastjóra.

 1. Lögð fram til      kynningar drög að áætlun forstöðumanna rekstrareininga um tekjur og      útgjöld ársins 2004.
 2. Önnur mál.
  a)  Lagður fram til kynningar samningur um þjónustu talmeinafræðings, dags. 20.11.2003.
  Óskar og Hanna Dóra yfirgáfu fundinn.
  Til fundarins komu Helga Sigurbjörnsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Guðrún Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra og Valbjörg Pálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi starfsmanna á leikskólum og sátu þær fundinn undir liðum nr. 9 og 10.

Leikskóli:

 1. Lögð fram til      kynningar drög að áætlun forstöðumanna rekstrareininga um tekjur og      útgjöld ársins 2004.
 2. Önnur mál.
  a)  Lagt fram til kynningar bréf dags. 20. nóv. 2003, undirritað af Steinunni Arnljótsdóttur leikskólastjóra Birkilundar varðandi húsnæðismál leikskól­ans.  Erindinu frestað.
  Helga, Guðrún og Valbjörg yfirgáfu fundinn.

Tónlistarskóli:
Til fundarins komu Sveinn Sigurbjörnsson og Stefán Gíslason, skólastjórnendur Tónlistarskóla Skagafjarðar.

 1. Lögð fram til kynningar drög að áætlun skólastjórnenda tónlistarskólans fyrir árið 2004.
 2. Önnur mál.
  a) Lagt fram til kynningar bréf og rit frá Félagi tónlistarkennara þar sem gerð er grein fyrir könnun á starfi tónlistarkennara og þjónustu og umfangi tónlistarskóla.

Fleira ekki tekið fyrir.  Fundi slitið kl. 18:50.