Fræðslu- og menningarnefnd

27. fundur 07. október 2003 kl. 16:00 - 19:30 Í Félagsheimilinu Miðgarði

Ár 2003, þriðjudaginn 7. október, kom Fræðslu- og menningarnefnd saman til fundar í Félagsheimilinu Miðgarði kl. 16:00.
Mætt:  Gísli Árnason, Sigurður Árnason, Rögnvaldur Ólafsson og Katrín María Andrésdóttir, sem ritaði fundargerð.   Einnig Áskell Heiðar Ásgeirsson, sviðsstjóri Markaðs- og þróunarsviðs.

Dagskrá:

Menningarmál:

1.   Málefni Miðgarðs, fundað með hússtjórn um menningarhús og framkvæmdir.
Fundarhlé.  Fundi fram haldið í Félagsheimilinu Árgarði.

2.   Málefni Árgarðs, fundur með fulltrúum eigenda hússins varðandi nýjar reglur fyrir félagsheimilið.

3.   Rekstrarstyrkir félagsheimila.

4.   Leikminjasafn Íslands, flutningskostnaður sýningar Sigurðar Guðmundssonar

5.   Önnur mál.

Afgreiðslur:

Undir lið nr. 1 sátu fundinn: Hússtjórn Miðgarðs: Helgi Gunnarsson, Sigurjón Ingimarsson og Þórarinn Magnússon og Magnús Gunnarsson, húsvörður.

  1. Rætt um málefni Miðgarðs og áætlanir um menningarhús.
    Fundi frestað og fram haldið í Árgarði. Rögnvaldur Ólafsson, fulltrúi Akrahrepps vék af fundi.

Undir lið nr. 2 sátu fundinn hússtjórn Árgarðs og fulltrúar eigenda félags­heimilisins:  Þórarinn Sverrisson, fulltrúi Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Rut Valdimarsdóttir, fulltrúi Kvenfélags Lýtingsstaðahrepps og Jónína Friðriksdóttir, fulltrúi Ungmennafélagsins Framfarar og Friðrik Rúnar Friðriksson, húsvörður.

  1. Rætt um málefni Árgarðs.  Rætt um nýjar reglur um félagsheimilið Árgarð. Nýjar reglur samþykktar af öllum fundarmönnum með þeim fyrirvara að aftan við grein nr. 3 bætist “ Eðlilegt viðhald og      kostnaður því tengdur hefur ekki áhrif á eignarhlut.”

Farið yfir helstu atriði varðandi rekstur og viðhaldsverkefni framundan.

  1. Rætt um rekstrarstyrki til félagsheimila. Nefndin samþykkir eftirfarandi úthlutun af lið nr. 05-99 til viðbótar við fyrri úthlutanir:  Kr. 92.970,-. til Félagsheimilis Rípurhrepps, kr. 64.035,-. til Ketiláss, kr. 117.465,-. til Melsgils, kr. 61.065,-. til Skagasels, kr. 375.000,-. til Miðgarðs og kr. 275.000,-. til Höfðaborgar.
  2. Tekið fyrir erindi sem barst til formanns nefndarinnar á tölvupósti dags. 29. september 2003, frá Jóni Viðari Jónssyni, varðandi styrk til greiðslu      flutnings­kostnaðar vegna sýningar samtaka um Leikminjasafn, sem verið hefur í gangi í Skagafirði sl. mánuði. Nefndin samþykkir að styrkja samtökin um allt að kr. 65.000,-. vegna flutninga á sýningunni, eða sem svarar flutningi aðra leið Reykjavík - Sauðárkrókur.

Fleira ekki tekið fyrir.  Fundi slitið kl. 19:30.