Fræðslu- og menningarnefnd

24. fundur 14. ágúst 2003 kl. 16:00 - 19:05 Í Ráðhúsinu

Ár 2003, fimmtudaginn 14. ágúst kom fræðslu- og menningarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 16:00.
Mætt :  Gísli Árnason, Sigurður Árnason og Katrín María Andrésdóttir, sem ritaði fundargerð.

Dagskrá:

Skólamál:

1.   Gjaldskrá leikskóla.

2.   Erindi frá Sólrúnu Harðardóttur.

3.   Vika símenntunar.

4.   Önnur mál.

Menningarmál:

5.   Staða bókhaldslykla.

6.   Styrkbeiðni.

7.   Erindi frá hússtjórn Ljósheima.

8.   Drög að reglum fyrir Félagsheimilið Árgarð.

9.   Miðgarður, óperutónleikar 2. ágúst.

 1. Önnur mál. 

Afgreiðslur: 

Skólamál:

Undir lið nr. 1 – 4 sátu fundinn, Rúnar Vífilsson fræðslu- og íþróttafulltrúi, Helga Sigurbjörnsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra og Aðalbjörg Þorgrímsdóttir áheyrnarfulltrúi starfsmanna leikskóla.

 1. Lögð fram tillaga að gjaldskrárbreytingu, sem gerir ráð fyrir u.þ.b. 9 % hækkun á almennu leikskólagjaldi.  Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir framkomna tillögu fyrir sitt leyti.  Sigurður Árnason situr hjá við afgreiðslu málsins.
  Helga og Aðalbjörg yfirgáfu fundinn.
 2. Tekið fyrir erindi frá Sólrúnu Harðardóttur, dags. 6. ágúst 2003, þar sem óskað er eftir stuðningi sveitarfélagsins við gerð vefs um náttúru Skagafjarðar. Fræðslu- og íþróttafulltrúa falið að óska eftir nánari upplýsingum frá bréfritara varðandi áætlaðan kostnað við verkefnið og senda erindið til kynningar til Umhverfisnefndar og stjórnar Náttúrustofu Norðurlands vestra.
 3. Rætt um viku símenntunar, sem verður 7. – 13. september n.k.  Þema vikunnar verður fjarnám.
 4. Önnur mál.
  a)    Fram kom að áframhaldandi þörf verður á sérkennslustundum í Leikskólanum Glaðheimum. 
  b)    Erindi frá Óskari Björnssyni, skólastjóra Árskóla, sem barst á tölvupósti 12. ágúst sl. varðandi merkingar á skólahúsnæðinu, tengingar á klukku- og bjöllukerfi og stóla í nýjar kennslustofur.  Fræðslu- og menningarnefnd felur fræðslu- og íþróttafulltrúa að fylgja málinu eftir.
  c)     Tekið fyrir erindi, sem barst á tölvupósti 14. ágúst og varðar skólavistun, þar sem óskað er eftir því að þrír nemendur, sem búa á upptökusvæði Grunnskólans Hofsósi, fái að stunda nám við Árskóla.  Fræðslu- og menningarnefnd leggur áherslu á að upptökusvæði skóla séu virt sem meginregla og ekki sé heimilaður flutningur milli skólasvæða nema fyrir liggi skrifleg greinargerð viðkomandi skólastjóra um að velferð nemanda sé betur tryggð með því að stunda nám í öðrum skóla.  Fræðslu- og íþróttafulltrúa falið að leita umsagnar skólastjóra og foreldra varðandi ofangreint erindi og ganga frá málinu.
  d)   Lagt fram yfirlit yfir stöðu bókhaldslykla fyrstu 6 mánuði ársins.
  Rúnar yfirgaf fundinn.

  Menningarmál:
  Undir lið nr. 5 – 10 sat fundinn Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs.
 5. Farið var yfir stöðu bókhaldslykla fyrstu 6 mánuði ársins.
 6. Lögð var fram styrkbeiðni frá Hádegisleikhúsinu, þar sem óskað er eftir styrk vegna auglýsingakostnaðar.  Nefndin sér sér ekki fært að verða við erindinu.
 7. Tekið fyrir bréf, ódagsett, frá hússtjórn Félagsheimilisins Ljósheima, undiritað af Andrési Viðari Ágústssyni, varðandi brunavarnir hússins, rekstur og viðhald.  Ákveðið að óska eftir nánari upplýsingum og bjóða bréfritara á næsta fund nefndarinnar.
 8. Lögð fram drög að reglum fyrir Félagsheimilið Árgarð.  Sviðsstjóra falið að boða til eigendafundar.
 9. Lagt fram tölvuskeyti, dags. 5. ágúst 2003, frá Magnúsi Gunnarssyni varðandi stuðning við óperutónleika, sem haldnir voru í Miðgarði þann 2. ágúst sl.   Ákveðið að veita styrk kr. 58.500,-. Úr Menningarsjóði.
 10. Önnur mál.
  a)  Tekið fyrir bréf dags. 2. maí 2003, frá Jóni Þórhallssyni, þar sem óskað er eftir styrk vegna stofnunar Guðspekifélags.  Nefndin telur sér ekki fært að verða við erindinu.
  b)   Tekið fyrir bréf dags. 11. ágúst 2003, frá húsverði í Félagsheimilinu Skagaseli, Árnýju Ragnarsdóttur, varðandi brunavarnir og fleira í félagsheimilinu.  Ákveðið að óska eftir nánari upplýsingum og bjóða bréfritara á næsta fund nefndarinnar.

Fleira ekki tekið fyrir.  Fundi slitið kl. 19:05.