Fræðslu- og menningarnefnd

19. fundur 16. apríl 2003 kl. 16:00 - 16:45 Í Ráðhúsinu

Ár 2003, miðvikudaginn 16. apríl, kom fræðslu- og menningarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 16:00.
Mætt:  Gísli Árnason, Sigurður Árnason og Katrín María Andrésdóttir, sem ritaði fundargerð.  Einnig: Rúnar Vífilsson skólamálastjóri, Sigurður Jónsson áheyrnarfull­trúi kennara og Jóhann Bjarnason áheyrnarfulltrúi skólastjóra.

DAGSKRÁ:

Skólamál

1.   Beiðni um skólavistun frá foreldrum Hofsstaðaseli, dags. 20.03.2003

      Frestað frá fundi 27. mars

2.   Önnur mál

AFGREIÐSLUR:

  1. Tekið fyrir bréf dags. 20. mars 2003, sem frestað var á síðasta fundi.  Erindið varðar beiðni um skólavistun. Ákveðið að skilgreina þurfi betur upptökusvæði grunnskóla í sveitarfélaginu.  Skólamálastjóra falið að leggja fram tillögu um upptökusvæði skóla á næsta fundi nefndarinnar.  Nefndin telur að ekki komi fram í erindinu skýrar forsendur til flutnings nemenda milli skóla en rétt sé að endurskoða málið þegar formleg ákvörðun liggur fyrir um upptökusvæði grunnskólanna.
  2. Önnur mál.
    a)  Tekið fyrir bréf frá forstöðumanni Árvistar og skólastjóra Árskóla dags. 7. apríl 2003, varðandi framtíð Árvistar.
    Ákveðið að óska eftir því að bréfritarar komi á næsta fund nefndarinnar.
    b)  Ákveðið að halda aukafund í nefndinni þriðjudaginn 22. apríl nk. kl. 16:00, þar sem nýr sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs, Áskell Heiðar Ásgeirsson mun undirbúa að taka við umsjón menningarmála af Ómari Braga Stefánssyni, sem lætur af störfum sem menningar-, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, þann 1. maí n.k.

Fleira ekki tekið fyrir.  Fundi slitið kl. 16:45.