Fræðslu- og menningarnefnd

17. fundur 06. mars 2003 kl. 16:00 - 17:30 Í Ráðhúsinu

Ár 2003, miðvikudaginn 6. mars 2003, kom fræðslu- og menningarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 16:00.
Mætt:  Gísli Árnason, Sigurður Árnason, og Gísli Sigurðsson. Einnig: Gunnar Sandholt sviðsstjóri fjölskyldu- og þjónustusviðs sem ritaði fundargerð.

Dagskrá:

  1. Félagsheimili
  2. Erindi frá Menor
  3. Erindi frá Fjölbrautarskóla Suðurlands
  4. Önnur mál.

Afgreiðslur:

  1. Lögð fram tillaga formanns um rekstrarstyrki til félagsheimila árið 2003
    Samþykkt eftirfarandi úthlutun:

Árgarður

800.000

Bifröst

1.000.000

Félagsheimili   Rípurhrepps

350.000

Höfðaborg

800.000

Ketilás

300.000

Ljósheimar

800.000

Melsgil

300.000

Miðgarður

1.500.000

Skagasel

300.000

 

2. Lagt fram bréf dags. 19.2.03 frá Menningarsamtökum Norðlendinga þar sem sveitarfélaginu er boðið að tilnefna fulltrúa á vöku um skáldið Hannes Pétursson og að flytja ávarp.
Jafnframt er farið fram á fjárstyrk til verkefnisins. Þeirri beiðni vísað til afgreiðslu menningarstyrkja.
3. Erindi frá Fjölbrautarskóla Suðurlands, dags. 4.2.03 varðandi styrk til kórferðar.
Erindinu hafnað.
4. Önnur mál.
a) Lagt fram bréf dags.3.3.03 frá Kvenfélagi Staðarhrepps er varðar ráðningu húsvarðar að Melsgili, en kvenfélagið á 10% eignarhlut í húsinu.
Erindinu vísað til hússtjórnar Melsgils til ákvörðunar.
b) Lögð fram bréf Menntamálaráðuneytisins dags. 25.2.03 og 25.2.03 varðandi samræmd próf á næsta skólaári.
c) Lagt fram til kynningar bréf leikskólastjóra á Sauðárkróki til skólamálastjóra varðandi málefni Árvistar, dags. 3.3.03.
d) Stjórn Bifrastar kom á fund nefndarinnar og málefni Bifrastar rædd.

Fleira ekki tekið fyrir.  Fundi slitið kl. 17:30

.