Fræðslu- og menningarnefnd

12. fundur 19. desember 2002 kl. 16:00 - 17:30 Í Ráðhúsinu

Ár 2002, fimmtudaginn 19. desember, kom fræðslu- og menningarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 16:00.
Mætt:  Gísli Árnason, Sigurður Árnason, Gísli Sigurðsson, Dalla Þórðardóttir og Rúnar Vífilsson sem ritaði fundargerð.  Einnig áheyrnarfulltrúar.

DAGSKRÁ:

Grunnskólamál:

  1. Erindi frá foreldrum um breytta skólavistun
  2. Önnur mál.

Önnur mál:

3.   Fjárhagsáætlun 2003
4.   Önnur mál.

AFGREIÐSLUR:

Grunnskólamál:
Undir liðum nr. 1. - 2. sátu fundinn:  Jóhann Bjarnason áheyrnarfulltrúi skólastjóra, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Sigurður Jónsson áheyrnarfulltrúi kennara.

1.  Formaður kynnti erindi sem borist hafði frá foreldrum dagsett 17. desember, þar sem þau óska eftir því að barn þeirra fái að stunda nám í Varmahlíðarskóla. Erindið samþykkt og skólamálastjóra falið að tilkynna það viðkomandi.
2.  Önnur mál. Rætt um eineltisverkefnið sem í gangi er í Árskóla og Varmahlíðarskóla. Einnig rætt um kennsluráðgjöf og viðlíka þjónustu til allra skóla í Skagafirði.

Önnur mál:

3.   Fjárhagsáætlun 2003. Lögð fram til kynningar fyrstu drög að fjárhagsramma fyrir árið 2003.

4.   Önnur mál. Kom fram fyrirspurn um ferðamálafulltrúa  varðandi erindi sem tekið var fyrir 5. desember s.l.  Kom fram ósk um fasta niðurröðun funda á nýju ári. Rætt um málefni Bifrastar.

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundi slitið kl. 17:30.