Fræðslu- og menningarnefnd

7. fundur 12. september 2002 kl. 16:00 - 18:40 Í Ráðhúsinu

Ár 2002, fimmtudaginn 12. september, kom fræðslu- og menningarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu, kl. 16:00.
Mætt:  Gísli Árnason, Sigurður Árnason og Katrín María Andrésdóttir sem ritaði fundargerð.
Einnig voru mættir:  Rúnar Vífilsson skólamálastjóri, Ómar Bragi Stefánsson menningar-, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og áheyrnarfulltrúar.

DAGSKRÁ:

Leikskólamál kl. 16:00 - 17:00.

 1. Biðlistar á      leikskóla í Skagafirði.
 2. Bréf frá Sveini      Brynjari Pálmasyni og Kristínu Friðjónsdóttur, dags. 29. ágúst 2002, sem      vísað var til nefndarinnar frá Byggðaráði 4. september 2002, varðandi      niðurgreiðslu vegna Au Pair gæslu í heimahúsum.
 3. Erindi frá      Sigríði Sveinsdóttur, dags. 30. ágúst 2002, varðandi nýtingu leikskólabarna      á lausum sætum í skólabifreið.
 4. Erindi frá      Moniku Axelsdóttur, dags. 30. ágúst 2002, varðandi nýtingu leikskólabarna      á lausum sætum í skólabifreið og greiðslu leikskólagjalda í sumarleyfum.
 5. Bréf frá      foreldrum leikskólabarna í leikskólanum Barnaborg á Hofsósi, dags. 23.      ágúst 2002, varðandi mötuneyti.
 6. Bréf frá      Sólveigu Olgu Sigurðardóttur, dags. 22. ágúst 2002, varðandi niðurgreiðslu      leikskólagjalda.
 7. Bréf frá      Kristrúnu Ragnarsdóttur, leikskólastjóra Furukoti, dags. 28. ágúst 2002,      varðandi málun á leiktækjum á útisvæði.
 8. Málefni Árvistar
 9. Önnur mál.

Grunnskólamál kl. 17: 00 - 18:00.

 1. Erindi frá Ómari      Braga Stefánssyni, menningar-, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa Skagafjarðar,      dags. 9. september 2002, varðandi könnun á þátttöku grunnskólanemenda í      íþrótta- og tómstundastarfi.
 2. Erindi frá      Samráðsnefnd Akrahrepps og Skagafjarðar, varðandi endurskoðun á skipulagi      og rekstri skólaskrifstofu.
 3. Bréf frá Jóhanni      Bjarnasyni, skólastjóra Grunnskólans að Hólum, dags. 4. september 2002,      varðandi heilsdagsvistun við skólann.
 4. Erindi frá      Stykkishólmsbæ, dags. 19. ágúst, varðandi beiðni um skólavistun að      Grunnskólanum að Hólum.
 5. Erindi frá      Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, dags. 21. ágúst 2002, varðandi beiðni um      skólavist í Grunnskólanum á Hofsósi.
 6. Erindi frá      Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar, dags. 23. ágúst 2002, varðandi beiðni um      skólavistun í Grunnskólanum að Sólgörðum.
 7. Erindi frá      Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar, dags. 23. ágúst 2002, varðandi beiðni um      skólavistun í Grunnskólanum að Sólgörðum.
 8. Erindi frá      Gunnhildi Pétursdóttur, dags. 5. september 2002. varðandi beiðni um      skólavistun við Engjaskóla í Reykjavík.
 9. Önnur mál.

 Menningarmál kl. 18:00 - 18:45.

 1. Bréf frá      Sögufélagi Skagfirðinga, dags. 8. september 2002, varðandi fjárstuðning      vegna útgáfu og ritun Skagfirskra æviskráa.
 2. Bréf frá      Karlakórnum Heimi, dags. 15. ágúst 2002, varðandi fjárstuðning vegna      gerðar heimildarmyndar í tilefni af 75 ára afmæli kórsins á þessu ári.
 3. Bréf frá Eiði      Guðvinssyni, dags. 20. ágúst 2002, sem vísað var til nefndarinnar frá      Byggðaráði 29. ágúst 2002, varðandi fjárstuðning við útgáfu geisladisks      með lögum tónskáldsins Jóns Björnssonar frá Hafsteinsstöðum.
 4. Bréf frá      Byggðasafni Skagfirðinga, dags. 26. ágúst 2002, varðandi starf      fornleifafræðings og þátttöku í rekstarfélagi um skráningarkerfið SARP.
 5. Skipan í      hússtjórnir félagsheimila í Skagafirði.
 6. Fasteignagjöld      félagsheimila.
 7. Lestrarsöfn í      Skagafirði.
 8. Önnur mál.

AFGREIÐSLUR:

Leikskólamál.
Mættir áheyrnarfulltrúar:  Dalla Þórðardóttir frá Akrahreppi, Herdís Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna, Svanhildur Pálsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Kristrún Ragnarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra.

 1. Rætt um biðlista á leikskólum. 
  Ákveðið að óska eftir greiningu á biðlista frá Skólamálastjóra og leikskólastjórum.
 2. Tekið fyrir bréf frá Sveini Brynjari Pálmasyni og Kristínu Friðjónsdóttur, dags. 29. ágúst 2002, sem vísað var til nefndarinnar frá Byggðaráði 4. september 2002, varðandi niðurgreiðslu vegna Au Pair gæslu í heimahúsum.  Erindinu vísað til Félags- og tómstundanefndar.
 3. Tekið fyrir bréf frá Sigríði Sveinsdóttur, dags. 30. ágúst 2002, varðandi nýtingu leikskólabarna á lausum sætum í skólabifreið.  Fræðslu- og menningarnefnd gerir ekki athugasemd við framangreinda notkun skólabifreiðar, svo framarlega sem það komi ekki niður á skólaakstri grunnskólanemenda.  Nefndin lítur svo á að um sé að ræða samkomulagsatriði foreldra og skólabílstjóra.
 4. Tekið fyrir bréf frá Moniku Axelsdóttur, dags. 30. ágúst 2002, varðandi nýtingu leikskólabarna á lausum sætum í skólabifreið og greiðslu leikskólagjalda í sumarleyfum.
  Fræðslu- og menningarnefnd gerir ekki athugasemd við framangreinda notkun skólabifreiðar, svo framarlega sem það komi ekki niður á skólaakstri grunnskólanemenda.  Nefndin lítur svo á að um sé að ræða samkomulagsatriði foreldra og skólabílstjóra.
  Varðandi greiðslur á leikskólagjöldum ítrekar nefndin að skv. reglum greiði allir foreldrar fyrir frátekin leikskólapláss.
 5. Tekið fyrir bréf frá foreldrum leikskólabarna í leikskólanum Barnaborg á Hofsósi, dags. 23. ágúst 2002, varðandi mötuneyti.
  Nefnin samþykkir að verða við beiðni um mötuneyti að höfðu samráði við skólastjóra Grunnskólans Hofsósi.
 6. Tekið fyrir bréf frá Sólveigu Olgu Sigurðardóttur, dags. 22. ágúst 2002, varðandi niðurgreiðslu leikskólagjalda.
  Samþykkt að verða við beiðni um niðurgreiðslu.
 7. Lagt fram til kynningar bréf frá Kristrúnu Ragnarsdóttur, leikskólastjóra Furukoti, dags. 28. ágúst 2002, varðandi málun á leiktækjum á útisvæði.
 8. Málefni Árvistar.
  Ákveðið að boða til vinnufundar um málefni Árvistar með skólamálstjóra, skólastjóra Ársskóla, leikskólastjórum og forstöðumanni Árvistar.
 9. Önnur mál.  Engin.
  Herdís, Svanhildur og Kristrún yfirgáfu fundinn.

  Grunnskólamál.
  Mættir áheyrnarfulltrúar:  Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir fulltrúi foreldra  grunnskólabarna, Sigurður Jónsson fulltrúi kennara, Jóhann Bjarnason fulltrúi skólastjóra.
 10. Erindi frá Ómari Braga Stefánssyni, menningar-, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa Skagafjarðar, dags. 9. september 2002, varðandi könnun á þátttöku grunnskólanemenda í íþrótta- og tómstundastarfi.
  Erindinu frestað.
 11. Lagt fram til kynningar erindi frá Samráðsnefnd  sveitarfélaga í Skagafirði, dags. 10. september 2002, varðandi endurskoðun á skipulagi og rekstri skólaskrifstofu.
  Lagðar fram til kynningar upplýsingar frá Skólamálastjóra.
  Unnið verður að endurskoðuninni samhliða gerð fjárhagsáætlanna sveitarfélaganna og endurskoðunar á skipuriti sveitarfélagsins Skagafjarðar.
 12. Bréf frá Jóhanni Bjarnasyni, skólastjóra Grunnskólans að Hólum, dags. 4. september 2002, varðandi heilsdagsvistun við skólann.
  Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir að boðin verði heilsdagsvistun við Grunnskólann að Hólum.
 13. Tekið fyrir bréf frá Stykkishólmsbæ, dags. 19. ágúst, varðandi beiðni um skólavistun að Grunnskólanum að Hólum.  Samþykkt.
 14. Tekið fyrir bréf frá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, dags. 21. ágúst 2002, varðandi beiðni um skólavist í Grunnskólanum á Hofsósi.  Samþykkt.
 15. Tekið fyrir bréf frá Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar, dags. 23. ágúst 2002, varðandi beiðni um skólavistun í Grunnskólanum að Sólgörðum.  Samþykkt.
 16. Tekið fyrir bréf frá Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar, dags. 23. ágúst 2002, varðandi beiðni um skólavistun í Grunnskólanum að Sólgörðum.  Samþykkt.
 17. Tekið fyrir bréf frá Gunnhildi Pétursdóttur, dags. 5. september 2002. varðandi beiðni um skólavistun við Engjaskóla í Reykjavík.  Samþykkt.
 18. Önnur mál.
  a)  Bréf frá Meðferðarheimilinu að Háholti dags. 11. september 2002,  varðandi samstarf við Árskóla um kennslu og faglega handleiðslu við Torfgarðsskóla.   Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir samstarf milli Ársskóla og Háholts á þeim forsendum sem greinir í bréfinu.
  b)  Lagðar fram til kynningar teikningar að skólalóð Grunnskólans að Hólum.  Skólastjóra grunnskólans falið að vinna áfram að málinu að höfðu samráði við Byggingarfulltrúa.
  Sigurður, Gréta, Jóhann og Rúnar yfirgáfu fundinn.

  Menningarmál.
  Ómar Bragi Stefánsson menningar-, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kom til fundarins.
 19. Bréf frá Sögufélagi Skagfirðinga, dags. 8. september 2002, varðandi fjárstuðning vegna útgáfu og ritunar Skagfirskra æviskráa.  Samþykkt að verja kr. 100.000,-. úr Menningarsjóði, til verkefnisins. 
 20. Bréf frá Karlakórnum Heimi, dags. 15. ágúst 2002, varðandi fjárstuðning vegna gerðar heimildarmyndar í tilefni af 75 ára afmæli kórsins á þessu ári.
  Erindinu frestað til næstu fjárhagsáætlunnar.
 21. Bréf frá Eiði Guðvinssyni, dags. 20. ágúst 2002, sem vísað var til nefndarinnar frá Byggðaráði 29. ágúst 2002, varðandi fjárstuðning við útgáfu geisladisks með lögum tónskáldsins Jóns Björnssonar frá Hafsteinsstöðum.
  Samþykkt að verja kr. 80.000,- til verkefnisins úr Menningarsjóði.
 22. Bréf frá Byggðasafni Skagfirðinga, dags. 26. ágúst 2002, varðandi starf fornleifafræðings og þátttöku í rekstarfélagi um skráningarkerfið SARP.
  Erindinu frestað.
 23. Skipan í hússtjórnir félagsheimila í Skagafirði.
  Í hússtjórn í Árgarði voru tilnefnd Egill Örlygsson og Sigríður Sveinsdóttir í stað Hjálmars Guðmundssonar og Jóns Arnljótssonar.
  Samþykkt að gera ekki aðrar breytingar á hússtjórnum og ákveðið að framlengja umboð sitjandi fulltrúa í hússtjórnum Ketiláss, Ljósheima, Melsgils, Félagsheimilis Rípurhrepps, Höfðaborgar og Skagasels.
 24. Fasteignagjöld félagsheimila.
  Ákveðið að óska eftir yfirliti sl. þriggja ára og leita skýringa á hækkunum þar sem þær hafa orðið. 
 25. Lestrarsöfn í Skagafirði.
  Samþykkt að óska eftir samantekt um stöðu mála og tillögum frá Unnari Ingvarssyni forstöðumanni Safnahúss og fá fund með honum í framhaldinu.
 26. Önnur mál.  Engin.

Fleira ekki tekið fyrir.  Fundi slitið kl. 18:40.