Fræðslu- og menningarnefnd

6. fundur 19. ágúst 2002 kl. 16:00 - 17:30 Í fundarsal Tæknideildar

Árið 2002, mánudaginn 19. ágúst, kom fræðslu- og menningarnefnd saman til fundar í fundarsal Tæknideildar. kl. 16:00.
   Mætt voru:  Gísli Árnason formaður, Gísli Sigurðsson, Sigurður Árnason, fulltrúi Akrahrepps Dalla Þórðardóttir og Rúnar Vífilsson skólamálastjóri. Einnig mættu áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og skólastjóra, Jóhann Bjarnason. Einnig Sveinn Sigurbjörnsson, skólastjóri Tónlistarskólans.

DAGSKRÁ:

Grunnskólamál:

 1. Beiðni um skólavist, frestað frá síðasta fundi.
 2. Trúnaðarmál.
 3. Bréf frá menntamálaráðuneyti, dags. 23. maí 2002.

Tónlistarskólamál:

 1. Gjaldskrá tónlistarskólans.
 2. Önnur mál.

AFGREIÐSLUR:   

Grunnskólamál:

 1. Skólanefnd samþykkir erindið.
 2. Trúnaðarmál, fært í trúnaðarbók.
 3. Fram kom viðhlítandi skýring á fyrirspurn ráðuneytisins.
  Hér viku áheyrnarfulltrúar grunnskólans af fundi.
  Jóhann Bjarnason (sign)
  Gréta Sjöfn Guðmundsd. (sign)

  Tónlistarskólamál:
 4. Gjaldskrá Tónlistarskólans.
  Stjórnendur skólans lögðu fram tillögu að breytingu á gjaldskrá. Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir framkomna tillögu fyrir sitt leyti. Sigurður Árnason óskar bókað að hann sitji hjá við þessa afgreiðslu.
 5. Önnur mál.
  Rætt um skólastarfið og samræmingu á kennslutíma grunnskólanna.
  Hér vék áheyrnarfulltrúi Tónlistarskólans af fundi.
  Sveinn Sigurbjörnsson (sign)

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17,30.