Fræðslu- og menningarnefnd

4. fundur 06. ágúst 2002 kl. 16:00 - 19:30 Í Ráðhúsinu

Ár 2002, þriðjudaginn 06. ágúst, kom fræðslu- og menningarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 16:00.
      Mætt:  Gísli Árnason, Sigurður Árnason og Katrín María Andrésdóttir sem ritaði fundargerð.  Einnig voru mættir Ómar Bragi Stefánsson menningar-, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og Rúnar Vífilsson skólamálastjóri.

DAGSKRÁ:

Menningarmál:

 1. Erindi frá Hanaholmens kulturcentrum, Esbo, Finnlandi.
 2. Menningarnótt í Reykjavík.
 3. Erindi frá Lónkoti.
 4. Erindi frá Björgunarsveitinni Gretti.
 5. Félagsheimili.
 6. Staða bókhaldslykla. 
 7. Önnur mál.

Skóla- og leikskólamál:

 1. Staða bókhaldslykla
 2. Önnur mál.

AFGREIÐSLUR:
Ómar Bragi Stefánsson, menningar-, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi sat fundinn undir lið nr. 1. – 7.

Menningarmál:

 1. Tekið fyrir bréf frá Hanaholmens kulturcentum, Esbo, Finnlandi, dags. 29. apríl 2002, sem kynnt var á síðasta fundi nefndarinnar.       Í bréfinu er sveitarfélaginu Skagafirði boðið að senda fulltrúa á      ráðstefnu í desember n.k.
  Áveðið að þiggja ekki boðið að þessu sinni.
  Menningar-, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að svara erindinu.
 2. Rætt um þátttöku Skagafjarðar í menningarnótt í Reykjavík 17. ágúst n.k.
 3. Tekið fyrir bréf dags. 27. maí 2002, sem kynnt var á síðasta fundi nefndarinnar, frá Ferðaþjónustunni Lónkoti þar sem óskað er eftir stuðningi við lista- og menningarstarfsemi.
  Nefndin telur ekki fært að verða við erindinu.
  Menningar-, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að svara erindinu.
 4. Tekið fyrir bréf frá Björgunarsveitinni Gretti dags. 29. maí, sem kynnt var á síðasta fundi nefndarinnar,  þar sem óskað er eftir stuðningi vegna hátíðarhalda á sjómannadaginn.  Nefndin leggur til að varið verði kr. 50.000,-. til verkefnisins. 
  Menningar-, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að svara erindinu.
  Jafnframt felur nefndin formanni að afla upplýsinga og ræða við þá aðila sem koma að hátíðarhöldum sjómannadags, varðandi skipan þeirra mála í framtíðinni.
 5. Fyrir fundinum liggur að skipa tvo fulltrúa í hússtjórnir Miðgarðs og Bifrastar.
  Fram kom tillaga um Helga Gunnarsson og Sigurjón Ingimarsson í hússtjórn Miðgarðs og Ásdísi Guðmundsdóttur og Karl Bjarnason í hússtjórn Bifrastar.
  Samþykkt samhljóða.
  Menningar-, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að senda hlutaðeigandi bréf um skipun í hússtjórnir.
 6. Farið yfir stöðu bókhaldslykla fyrstu sex mánuði ársins.  Fjárhagsáætlun ársins gerir ráð fyrir kr. 37.955.000,-. til menningarmála og hafa 93 % þegar verið nýtt til verkefna af  þeim fjármunum en megin hluti tekna af söfnum á eftir að koma inn.
 7. Önnur mál.
  a)      Menningar-, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi lagði fram yfirlit yfir verkefni menningarmála.
  Ómar Bragi Stefánsson menningar-, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi vék nú af fundi.

  Skóla- og leikskólamál:
  Rúnar Vífilsson skólamálastjóri sat fundinn undir lið nr. 8-9.
 8. Farið yfir stöðu bókhaldslykla fyrstu sex mánuði ársins.  Fjárhagsáætlun ársins gerir ráð fyrir kr. 506.000.000,-. til fræðslumála og hafa u.þ.b. 51 % þegar verið nýtt til verkefna af þeim fjármunum.
 9. Önnur mál.
  a)       Lagt fram til kynningar bréf dags. 30. júlí 2002, varðandi beiði um skólavist.
  b)       Lagt fram til kynningar bréf frá Menntamálaráðuneytinu dags. 23. maí 2002, varðandi fjölda skóladaga.
  c)       Lagt fram til kynningar bréf dags. 6. ágúst 2002, varðandi þvott á líni fyrir grunnskóla og leikskóla í Skagafirði.
  d)       Lagt fram til kynningar erindi af tölvupósti dags. 15. júlí 2002, varðandi fjárstuðning vegna barnagæslu fyrir námsmann í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.  Erindinu vísað til Félags- og tómstundanefndar.

Fleira ekki tekið fyrir.  Fundi slitið kl.19:30.