Fræðslu- og menningarnefnd

2. fundur 26. júní 2002 kl. 16:00 - 16:30 Í Ráðhúsinu

Ár 2002, fimmtudaginn 26. júní, kom fræðslu- og menningarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 16.oo
        Mætt:  Sigurður Árnason, Gísli Árnason, Katrín María Andrésdóttir.
DAGSKRÁ:

 1. Kosning ritara.
 2. Fundartími nefndarinnar og skipulag funda.
 3. Bréf til kynningar.
 4. Heimsóknir í skóla, söfn og félagsheimili.
 5. Önnur mál.

AFGREIÐSLUR:

 1. Fram kom tillaga um Sigurð Árnason sem baðst undan kjöri.
  Fram kom tillaga um Katrínu Maríu Andrésdóttur sem var kjörin ritari.
  Sigurður Árnason sat hjá.
 2. Fram kom tillaga um að fundir nefndarinnar verði þriðja hvern fimmtudag kl. 16:00 til reynslu.
  Næsti fundur verður fimmtudaginn 4. júlí n.k. kl. 16:00.
  Fundartími og skipulag verði endurskoðað í ljósi reynslunnar, ef þurfa þykir.
 3. Lögð voru fram bréf til kynningar:
  a)      17. maí 2002 – Frá foreldrum barna í Steinsstaðaskóla.
  b)      28. maí 2002 – Frá leikskólastjóra í Varmahlíð.
  c)      29. maí 2002 – Frá foreldum barna í leikskólanum Glaðheimum.
  d)     30. maí 2002 – Frá foreldrum barna í leikskólanum Glaðheimum.
  e)      12. júní 2002 – Frá skólastjóra Grunnskólans á Hofsósi.
  f)       20. júní 2002 – Frá foreldum barna í Árskóla.
  Afgreiðslum frestað til næsta fundar.
 4. Nefndarmenn lýstu áhuga á að fara kynnisferð í skóla, söfn og félagsheimili sem heyra undir nefndina.
 5. Önnur mál.
  Engin.

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 16:30.