Félagsmálanefnd

94. fundur 03. júní 2002 kl. 15:00 - 16:34 Ráðhús, 550 skr.

Árið 2002, mánudaginn 3. júní kom félagsmálanefnd saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki kl. 1500.

Mætt voru: Elinborg Hilmarsdóttir, Trausti Kristjánsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Sólveig Jónasdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir. 

Auk þeirra Gunnar M. Sandholt., félagsmálastjóri og Árdís Antonsdóttir félagsráðgjafi, sem ritaði fundargerð.

 

Dagskrá:

  1. Húsnæðismál.
  2. Trúnaðarmál.
  3. Lagður fram þjónustusamningur milli SFNV – Byggðasamlags um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra og Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir tímabilið 1. janúar 2002 til 31. desember 2006, ásamt bréfi samlagsins dags. 27. maí 2002 þar sem boðað er til kynningarfundar á þjónustusamningi um málefni fatlaðra hinn 5. júní n.k.
  4. Lagt fram álit félagsmálaráðuneytisins, dagsett 26. apríl 2002, varðandi ákvörðun félagsmálanefndar Skagafjarðar um niðurgreiðslu dagvistar í heimahúsum.  Byggðaráð samþykkti hinn 8. maí sl. að vísa álitinu til félagsmálanefndar.
  5. Lagður fram húsaleigusamningur milli sveitarfélagsins og KS vegna Iðju í Aðalgötu.
  6. Önnur mál

 

AFGREIÐSLUR:

1. Húsnæðismál.

  • Umsókn um viðbótarlán samþykkt sjá innritunarbók.
  • Íbúð í Víðimýri innleyst.  Hefur þegar verið leigð, sjá innritunarbók.
  • Íbúð á Austurgötu á Hofsósi hefur verið leigð, sjá innritunarbók.

2. Trúnaðarmál, bókuð í trúnaðarbók.

3. Samningur lagður fram til kynningar.  Einnig er tilkynnt um fundarboð hinn 6. júní nk. kl. 13 á Kaffi Krók þar sem samningurinn verður kynntur nánar.

4. Félagsmálaráðuneytið hefur lokið umfjöllun sinni varðandi ákvörðun félagsmálanefndar Skagafjarðar um niðurgreiðslu dagvistar í heimahúsum í tilteknu máli. Í umræddri ákvörðun félagsmálanefndar var viðurkenndur réttur til niðurgreiðslu frá janúarmánuði 2002, en synjað um niðurgreiðslu aftur í tímann frá október 2001, eins og farið hafði verið fram á.
Í áliti félagsmálaráðuneytis er fallist á þann skilning félagsmálanefndar Skagafjarðar að ekki hafi verið skylt að taka umrædda umsókn um greiðslur aftur í tímann til greina.

Ráðuneytið beinir því þó til sveitarstjórnar að bæta ágalla á reglum um niðurgreiðslu varðandi málsmeðferð og hefur það þegar verið gert, sbr. ákvörðun sveitarstjórnar  Skagafjarðar 15. maí 2002.

Hins vegar beinir ráðuneytið því til félagsmálanefndar að hún endurskoði afstöðu sína vegna meintra “ágalla á birtingu og frágangi reglnanna” og skoði sérstaklega hvort tilefni sé til að taka mið af 3. mgr. 21. gr laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Félagsmálanefnd hefur áður tekið afstöðu til þeirra sjónarmiða sem ráðuneytið nefnir í áliti sínu, og komist að þeirri niðurstöðu sem borin var undir ráðuneytið. Félagsmálanefnd Skagafjarðar telur einmitt  að meginniðurstaða ráðuneytisins staðfesti að umræddir ágallar hafi ekki haft þau áhrif á fyrri niðurstöðu nefndarinnar að gefi tilefni til endurskoðunar. Félagsmálanefnd telur því ekki ástæðu til að hafast frekar að í málinu.

5. Samningurinn lagður fram til kynningar.

6. Önnur mál.

  • Formaður  þakkar nefndarfólki samstarfið sl. 4 ár og óskar komandi nefnd velfarnaðar.

 

Fundargerð upplesin. Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 16.34

Árdís Freyja Antonsdóttir, ritari.