Félagsmálanefnd

66. fundur 06. mars 2001 kl. 13:15 - 14:35 Skrifstofa Skagafjarðar

Árið 2001, þriðjudaginn 6. mars kom félagsmálanefnd saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 13,15.

Mætt voru: Elinborg Hilmarsdóttir, Ingibjörg Hafstað, Ásdís Guðmundsdóttir, Sólveig Jónasdóttir og Trausti Kristjánsson. Auk þeirra Árdís Antonsdóttir og  Gunnar M. Sandholt starfsmenn nefndarinnar.

 

Dagskrá:

  1. Húsnæðismál.
  2. Trúnaðarmál.
  3. Endurskoðun reglna um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum.
  4. Gjaldskrá vegna heimaþjónustu - tillaga.
  5. Félagsstarf aldraðra. 
  6. Rekstrarstaða.
  7. Önnur mál

 

Afgreiðslur:

1. Húsnæðismál - engin.

2. Trúnaðarmál – sjá trúnaðarbók.

3. Endurskoðun reglna um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

4. Gjaldskrá vegna heimaþjónustu.  Lögð fram tillaga frá félagsmálastjóra varðandi mat á niðurfellingu/lækkun greiðslna samkvæmt gjaldskrá fyrir heimaþjónustu í Skagafirði: 

Félagsmálaráð telur rétt að telja ekki sérstaka uppbót lífeyristrygginga vegna læknis- og lyfjakostnaðar eða bensínstyrk almannatrygginga til tekna, enda liggur fyrir mat Tryggingastofnunar ríkisins á sérstökum útgjöldum bótaþegans þegar heimild er veitt til greiðslu þessara bóta.  Sama gildir um uppbót vegna sérstaks umönnunarkostnaðar og skal hann þá metinn á grundvelli 3. gr. gjaldskrárinnar og matið lagt fyrir félagsmálanefnd.”  Tillagan samhljóða samþykkt á fundinum.

5. Félagsstarf aldraðra.  Lagt fram bréf dags. 18. 01. 2001, frá Félagi eldri borgara þar sem farið er fram á 350.000 kr. styrk til félagsstarfsins.  Beiðninni synjað á grundvelli fjárhagsáætlunar og vísað til samnings dags. 2. okt. 2000.

Félagsmálastjóra falið að skrifa til hússtjórnar Ljósheima varðandi gjaldskrá.

6. Rekstrarstaða, lögð fram til kynningar.

7. Önnur mál

  • Upplýsingar varðandi námskeiðið, “Félagsþjónusta á tímamótum” lagðar fram til kynningar.
  • Lagt fram til kynningar, minnisblað dags. 06. 03. 2001 um ábyrgðar­skiptingu verkefna og gjaldaliða milli félagsmálanefndar, skólanefndar og menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefndar.

 

Næsti fundur nefndar verður þriðjudaginn 20. mars kl. 13.15.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 14.35

Árdís Antonsdóttir, ritari. 

Ásdís Guðmundsdóttir

Elinborg Hilmarsdóttir

Trausti Kristjánsson

Sólveig Jónasdóttir

Ingibjörg Hafstað