Félagsmálanefnd

61. fundur 18. janúar 2001 kl. 13:15 - 14:50 Skrifstofa Skagafjarðar

Árið 2001, fimmtudaginn 18. jan. kom félagsmálanefnd saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 13,15.

Mætt voru: Elinborg Hilmarsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Sólveig Jónasdóttir og Trausti Kristjánsson. Boðaður varafulltrúi, Ingibjörg Hafstað, tilkynnti forföll.

Auk þeirra Elsa Jónsdóttir og  Gunnar M. Sandholt.

Dagskrá:

 1. Húsnæðismál.
 2. Trúnaðarmál.
 3. Fjárhagsáætlun, önnur umræða.
 4. Önnur mál

Afgreiðslur:

1. Húsnæðismál.

 • Umsókn um viðbótarlán, sjá innritunarbók.
 • Umsókn um leyfi til leigu á félagslegri eignaríbúð, sjá innritunarbók.
 • Umsókn um breytingu á leigusamningi, sjá innritunarbók.
 • Samþykkt að selja tvær íbúðir í eigu sveitarfélagsins.
 • Fjárhagsáætlun vegna húsnæðisliða.
  Samþykkt og vísað til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn.

Elsa vék af fundi.

2. Trúnaðarmál – Sjá trúnaðarbók.

3. Umræður um drög að fjárhagsáætlun árið 2001.

Drögin samþykkt og vísað til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn

4. Önnur mál.

a. Lagt fram frumvarp um félagsþjónustu sveitarfélaga
b. Lögð fram skýrsla um menntasmiðjuna á Sauðárkróki.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 14.50

Gunnar M. Sandholt, ritari.

Ásdís Guðmundsdóttir

Sólveig Jónasdóttir

Elinborg Hilmarsdóttir

Trausti Kristjánsson