Félagsmálanefnd

51. fundur 31. ágúst 2000 Stjórnsýsluhús

Árið 2000, fimmtudaginn 31. ágúst kom félagsmálanefnd saman til fundar í Stjórnsýsluhúsinu á Sauðárkróki.

Mætt: Trausti Kristjánsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Sólveig Jónasdóttir og Elinborg Hilmarsdóttir. Auk þeirra Guðbjörg Ingimundardóttir.

 

Dagskrá:

  1. Trúnaðarmál.
  2. Ráðning félagsmálastjóra.
  3. Önnur mál.

 

Afgreiðslur:

1. Trúnaðarmál - sjá trúnaðarbók.

2. Ráðning félagsmálastjóra.

 Umsóknir sem borist hafa eru:

  1. Guðný Þóra Friðriksdóttir, þroskaþjálfi
  2. Eiríkur Guðjón Ragnarsson, félagsráðgjafi.
  3. Víðir Ragnarsson, B.A. próf í félagsfræði.
  4. Íris Baldvinsdóttir, þroskaþjálfi.

Félagsmálanefnd hafnar öllum umsóknum sem borist hafa. Nefndin telur að umsækjendur hafi ekki þá reynslu af störfum við félagsþjónustu sem hún telur nauðsynlega.

Nefndin mun leita eftir starfsmanni sem uppfyllir þær kröfur sem gerðar eru til starfsins.

3. Önnur mál. 

Félagsmálastjóri kvaddi nefndina og þakkar fyrir gott samstarf. Formaður tók í sama streng og þakkaði Guðbjörgu gott starf í þágu félagsþjónustunnar í Skagafirði og ekki síður góð kynni, persónuleg og við nefndarfólk. Að lokum óskar nefndin Guðbjörgu og hennar fjölskyldu velfarnaðar í nýju starfi og á nýjum vettvangi.

 

Fundi slitið.

Elinborg Hilmarsdóttir                      

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir

Trausti Kristjánsson                          

Ásdís Guðmundsdóttir

Sólveig Jónasdóttir