Félagsmálanefnd

34. fundur 03. janúar 2000 kl. 11:00 Stjórnsýsluhús

Árið 2000 mánudaginn 3 janúar kom félagsmálanefnd saman til fundar í Stjórnsýsluhúsinu á Sauðárkróki kl. 1100.

Mættir: Elinborg Hilmarsdóttir, Sólveig Jónasdóttir, Trausti Kristjánsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir.

Auk þeirra Guðbjörg Ingimundardóttir.


DAGSKRÁ:

  1. Umræða um fjárhagsáætlun fyrir árið 2000.
  2. Önnur mál.


AFGREIÐSLA: 

Umræða um fjárhagsáætlun

  1. Nefndin leggur til að upphæð til Stígamóta verði áætluð 100.000.-kr. og upphæð til kvennaathvarfs 100.000.- kr. Lögð er áhersla á forvarnir og fræðslu sem þessi samtök veita og nýtist öllum.
  2. Félagsmálanefnd gerir fyrirspurn við lykla 227 og 228 dagvist Lýtingsstaða og Hofsós.
  3. Umræða um heimaþjónustu, nefndin leggur áherslu á aðhald í rekstri heimaþjónustu.
  4. Félagsmálanefnd fer fram á að leitað verði leiða til að draga úr aksturskostnaði í Félagsþjónustu Skagafjarðar.
  5. Fjárhagsáætlun afgreidd með fyrirvara vegna þess að ekki liggur fyrir nefndinni fjárhagsáætlun húsnæðisnefndar og vegna fyrirspurnar í lið b.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið.

Elinborg Hilmarsdóttir                                 

Guðbjörg Ingimundardóttir  

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir

Trausti Kristjánsson                          

Ásdís Guðmundsdóttir

Sólveig Jónasdóttir