Félagsmálanefnd

5. fundur 20. ágúst 1998 kl. 15:00 Stjórnsýsluhús

Ár 1998, fimmtudagur 20.8. kl. 1500, kom félagsmálanefnd saman í Stjórnsýslu­húsinu á Sauðárkróki.

Mætt voru: Elinborg Hilmarsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir,Sólveig Jónasdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsd., Trausti Kristjánsson, Guðleif Leifsdóttir og Þórunn Elva Guðnadóttir.

 

Dagskrá:

  1. Heimilisþjónusta.
  2. Trúnaðarmál.

 

Afgreiðslur:

1. Þórunn Elva Guðnadóttir, verkstjóri í heimaþjónustu var mætt á fundinn.

Guðleif Leifsdóttir tók til máls og skýrði tillögur um gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu.

Ennfremur farið yfir reglur um félagslega heimaþjónustu, leiðbeiningar og starfsreglur fyrir starfsmenn heimilisþjónustu og leiðbeiningar til heimila, sem njóta heimilisþjónustu.

Félagsmálanefnd samþykkir reglur um félagslega heimaþjónustu í Sameinuðu sveitarfélagi í Skagafirði.

Ennfremur gerir félagsmálanefnd eftirfarandi tillögu að gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu í Sameinuðu sveitarfélagi í Skagafirði.

 

Gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu í Sameinuðu sveitarfélagi í Skagafirði

 

1. gr.

Fyrir félagslega heimaþjónustu á vegum Félagsmálanefndar Sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði skal greiða fyrir hverja unna vinnustund sem nemur launaflokki 67,6 þrepi samkvæmt samningum starfsmanna Sauðárkróksbæjar við Sauðárkrókskaupstað, að viðbættu orlofi og launatengdum gjöldum, eða kr. 619.

 

2. gr.

Varðandi gjaldskyldu fyrir félagslega heimaþjónustu gilda eftirfarandi viðmiðunar­tekjur:

1) Undanþegnir gjaldskyldu skulu þeir, sem ekki hafa aðrar tekjur en ellilífeyri/örorkulífeyri, tekjutryggingu, heimilisuppbót og sérstaka heimilisuppbót frá almannatryggingum, svo og þeir aðrir sem hafa samtals tekjur innan framangreindra marka, eða krónur 63.500.

2) Viðmiðunartekjur fyrir hjón eða sambýlisfólk með sameiginlegan fjárhag eru þær sömu og tilgreindar eru í 1. lið, margfaldaðar með 1,5 eða krónur 95.250.

3) Tekið skal tillit til fjölda barna til 18 ára aldurs.

4) Þjónustuþegar með tekjur, sem eru allt að 50% hærri en viðmiðunartekjur, skulu greiða gjald sem nemur 1/3 hluta af tímakaupi starfsmanns.

5) Þjónustuþegar með tekjur, sem eru yfir 50% hærri en viðmiðunartekjur, skulu greiða gjald sem nemur hálfu tímakaupi starfsmanns.

6) Þjónustuþegar með tekjur, sem eru yfir 75% hærri en viðmiðunartekjur, skulu greiða fullt tímakaup starfsmanns.

7) Lífeyrisþegar greiða aldrei hærra gjald fyrir félagslega heimaþjónustu en sem nemur 75% af tekjum umfram það sem þeir fá frá Tryggingastofnun Ríkisins.

8) Viðmiðunartekjur, sem nefndar eru í þessari málsgrein, hækka til jafns við hækkun bóta Tryggingarstofnunar Ríkisins.

 3. gr.

Heimilt er að gefa eftir hluta greiðslu fyrir veitta félagslega heimaþjónustu eða fella greiðslu alveg niður. Skal þá farið eftir reglum um fjárhagsaðstoð.

 4. gr.

Gjaldskrá þessi öðlast gildi 1. desember 1998.

Gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu í Samein. sveitarfél. í Skagafirði.

Gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu er tekjutengd þannig að samanlagðar tekjur/bætur umsækjanda og maka liggja til grundvallar því í hvaða gjaldflokki heimili þjónustuþega lendir.

Tekið er tillit til fjölda barna á heimili þjónustuþega, 18 ára og yngri, og skal draga meðlagsupphæð frá Tryggingastofnun Ríkisins, kr. 12.205 frá heildartekjum þjónustuþega fyrir hvert barn, áður en reiknað er út í hvaða gjaldflokki heimilið lendir.

Fullt gjald fyrir hverja unna vinnustund er kr. 619 frá 20.08.1998.

 Tekjumörk þjónustuþega, sem búa einir:

 

 

 

Gjaldflokkur

 

Allt að kr. 63.500   kr/mán.

0 kr/klst

 

Á bilinu 63.501 –   95.250 kr/mán.

206 kr/klst

 

Á bilinu 95.251 –   111.125 kr/mán.

310 kr/klst

 

Yfir 111.126 kr/mán

619 kr/klst

Tekjumörk hjóna kr. mán.

 

 

Allt að 95.250 kr/mán

0 kr/klst

 

Á bilinu 95.251 –   142.875 

206 kr/klst

 

Á bilinu 142.876 –   166.688

310 kr/klst

 

Yfir 166.689

619 kr/klst

     

Nú vék Þórunn Elva Guðnadóttir af fundi.

 

2. Trúnaðarmál – sjá trúnaðarbók.

 

Fundargerð upplesin, samþykkt og fundi slitið.

 

Ásdís Guðmundsdóttir, ritari                      

Guðleif Birna Leifsdóttir.

Sólveig Jónasdóttir

Trausti Kristjánsson

Gréta Sjöfn Guðmundsd.

Elinborg Hilmarsdóttir