Félags- og tómstundanefnd

147. fundur 01. september 2009 kl. 09:15 - 10:40 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Sveinn Allan Morthens formaður
  • Elinborg Hilmarsdóttir aðalm.
  • Sigríður Björnsdóttir aðalm.
  • Jenný Inga Eiðsdóttir áheyrnarftr. VG
  • Gunnar M Sandholt félagsmálastjóri
  • Aðalbjörg Hallmundsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Gunnar M. Sandholt félagsmálastjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsaðstoð 2009 - trúnaðarmál

0903011

Samþykkt 9 erindi. Einu erindi synjað.

2.Jafnréttisþing 2009 fundarboð

0908085

Dagskrá jafnréttisþings sem haldið verður á Ísafirði sem haldið verður 10. - 11. september lögð fram.

3.Akstursþjónusta fatlaðra

0908087

Vegna aukinnar eftirspurnar er nauðsynlegt að gera viðbótarsamning um akstur fatlaðra á Sauðárkróki. Nefndin beinir því til Byggðarráðs að veita auknu fé til þessa málaflokks. Nefndi felur félagsmálastjóra að undirbúa nýjan samning um aksturinn í samráði við fjármálastjóra.

4.Jafnréttisáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2006 - 2010

0810009

Farið yfir framkvæmdaáætlun jafnréttismála. Ákveðið að taka málið fyrir á næsta fundi, m.a. að taka ákvörðun um reglur um áreitni á vinnustað og jafnréttisviðurkenningu. Þá óskar nefndin eftir greinargerð um launakönnun.

5.Dagvistun í heimahúsum

0908078

Samþykkt að veita Dóru Ingibjörgu Valgarðsdóttur, Öldustíg 13, bráðabirgðaleyfi til daggæslu 4 barna á einkaheimili.

Fundi slitið - kl. 10:40.