Félags- og tómstundanefnd

263. fundur 20. febrúar 2019 kl. 15:00 - 16:30 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir formaður
  • Atli Már Traustason varaform.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir ritari
  • Anna Lilja Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Þorvaldur Gröndal frístundastjóri
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir félagsmálastjóri
  • Bertína Guðrún Rodriguez verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Bertina Rodriguez sérfræðingur á fjölskyldusviði
Dagskrá

1.Tilmæli til Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá forvarnarteymi

1901312

Tekið fyrir erindi frá Forvarnarteymi Sveitarfélagsins Skagafjarðar þar sem þess er farið á leit við Sveitarfélagið Skagafjörð að það beiti sér fyrir því að þorrablót sem haldin eru í húsnæði í eigu þess, séu aðeins ætluð einstaklingum sem orðnir eru lögráða. Nefndin tekur undir erindi Forvarnateymis Sveitarfélagsins Skagafjarðar og vísar málinu til Atvinnu-menningar og kynningarnefndar.

2.Íþróttir og tómstundir á skólaaksturstíma í GAV

1812198

Tekið fyrir erindi frá foreldrum grunnskólabarna í Fljótum þar sem óskað er eftir sveitarfélagið kanni þann möguleika að koma öllu tómstundastarfi og íþróttaæfingum nemenda Grunnskólans austan Vatna fyrir innan skólaaksturstíma. Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur frístundastjóra að vinna að tillögum í þessum efnum í samráði við hlutaðeigandi aðila.

3.Málefni sundlaugarinnar á Sólgörðum

1902021

Tekið fyrir erindi stjórnar Íbúa og átthagafélags Fljóta um rekstraröryggi sundlaugarinnar á Sólgörðum. Ekki hefur verið hægt að tryggja nægilega heitt vatn til laugarinnar vegna ástands lagnakerfis.
Félags- og tómstundanefnd hvetur til þess að nauðsynlegu viðhaldi laugarinnar verði hraðað sem mest þannig að rekstraröryggi hennar verði tryggt. Frístundastjóra falið að fylgja málinu eftir.

4.Hvatapeningar 2019

1901302

Lagt fram minnisblað frístundastjóra um Hvatapeninga þar sem farið var yfir stöðuna frá þeirri breytingu sem gerð var um áramótin síðustu. Lögð er áhersla á að aðilar sem bjóða upp á íþrótta- og tómstundastarfsemi nýti sér Nóra skráningarkerfið. Verið er að vinna að gerð umsóknareyðublaðs vegna barna sem eru í íþróttum og tómstundum sem ekki tengjast Nóra skráningarkerfinu. Eyðublaðið verður sett á heimasíðu sveitarfélagsins. Stefnt er á að sem flestir verði komnir inn í Nóra kerfið í haust.
Þorvaldur Gröndal og Bertína Rodriguez véku af fundi eftir þennan dagskrárlið

5.Trúnaðarbók Félags- og tómstundanefndar 2019

1902123

Tekið fyrir eitt mál sem var samþykkt. Niðurstaða færð í trúnaðarbók.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir sat fundinn undir þessum lið dagskrár.

Fundi slitið - kl. 16:30.