Félags- og tómstundanefnd

259. fundur 02. október 2018 kl. 14:00 - 15:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir formaður
  • Eyrún Sævarsdóttir varam.
  • Steinunn Rósa Guðmundsdóttir varam.
  • Gunnar M Sandholt verkefnastjóri
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Þorvaldur Gröndal frístundastjóri
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá
Aðal- og varamenn Byggðalistans boðuðu forföll á fundinn.

1.Fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs 2019

1809249

Lagður fram fjárhagsrammi fyrir fjárhagsáætlun ársins 2019. Erindinu vísað frá byggðarráði til umfjöllunar í nefndum. Félags- og tómstundanefnd felur sviðsstjóra að vinna að áætlun fyrir stofnanir og málaflokka 02 og 06 og leggja aftur fyrir nefndina.
Þorvaldur Gröndal, frístundastjóri, sat fundinn undir þessum lið.

2.Hvatapeningar

1809366

Formaður og frístundastjóri kynntu niðurstöður fundar með formanni og framkvæmdastjóra UMSS um samspil hvatapeninga annars vegar og æfingagjalda íþróttafélaganna hins vegar. Málið unnið áfram og samþykkt að leggja tillögu fyrir nefndina við seinni umræðu fjárhagsáætlunar. Ítrekaður er vilji nefndarinnar til að gera betur í þessum málum.
Þorvaldur Gröndal, frístundastjóri, sat fundinn undir þessum lið.

3.Bréf sveitarstjóra til nefnda v jafnréttisáætlunar

1810007

Formaður og Gunnar Sandholt kynntu niðurstöður landsfundar jafnréttisnefnda sem og bréf sveitarstjóra til fastanefnda sveitarfélagsins þar sem óskað er eftir ábendingum og athugasemdum við gerð jafnréttisáætlunar. Athugasemdum skal skila til félags- og tómstundanefndar fyrir 1. nóvember n.k.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Gunnar Sandholt sátu fundinn undir þessum lið.

4.Trúnaðarbók Félags- og tómstundanefndar 2018

1802215

Lagt fram eitt mál. Niðurstaða færð í trúnaðarbók.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Gunnar Sandholt sátu fundinn undir þessum lið.

Fundi slitið - kl. 15:00.