Félags- og tómstundanefnd

256. fundur 09. júlí 2018 kl. 14:00 - 14:50 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir formaður
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir aðalm.
  • Atli Már Traustason aðalm.
  • Anna Lilja Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri
Dagskrá

1.Kosning formanns, varaformanns og ritara - Félags- og tómstundanefnd

1807053

Kosning formanns, varaformanns og ritara - Félags- og tómstundanefnd. Gerð er tillaga um Guðnýju Axelsdóttur sem formann, Atla Má Traustason sem varaformann og Sigurlaugu Vordísi Eysteinsdóttur sem ritara.

2.Ný og breytt ákvæði laga um notendaráð, s.s. öldungaráð

1806200

Ný og breytt ákvæði laga um notendaráð, s.s. öldungaráð. Í nýsamþykktum breytingum á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, sem taka munu gildi þann 1. október n.k., eru ný ákvæði um notendaráð, svo sem öldungaráð. Í ljósi þeirra er nauðsynlegt að endurskoða og uppfæra samþykkt fyrir Öldungaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Málið verður tekið upp að nýju og lagt fyrir nefndina í haust.
Anna Lilja Guðmundsdóttir kom á fundinn undir þessum lið

3.Skyldur sveitarfélaga samkvæmt jafnréttislögum

1806003

Skyldur sveitarfélaga samkvæmt jafnréttislögum. Lagt fram erindi frá Jafnréttisstofu þar sem ítrekaðar eru skyldur sveitarfélaga gagnvart jafnréttislögum nr. 10/2008. Sérstaklega er bent á að jafnréttisnefndir skuli fjalla um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og jafnframt gera jafnréttisáætlun til fjögurra ára. Þá er einnig lögð áhersla á að þess skuli gætt við skipan í nefndir, ráð og stjórnir að hlutfalla kynjanna sé sem jafnast og ekki minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Málið tekið upp að nýju að sumarleyfum loknum.

4.Landsfundur jafnréttismála 2018

1806096

Lögð fram til kynningar dagskrá landsfundar jafnréttismála, sem haldinn verður í Hlégarði í Mosfellsbæ dagana 20.-21. september n.k. Landsfundurinn ber yfirskriftina Ungt fólk og jafnréttismál. Nefndin leggur til að fulltrúar Ungmennaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar sæki ráðstefnuna og felur sviðsstjóra að koma því áleiðis.

Fundi slitið - kl. 14:50.