Félags- og tómstundanefnd

254. fundur 16. maí 2018 kl. 11:00 - 11:45 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Bjarki Tryggvason formaður
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir aðalm.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir ritari
  • Þorgerður Eva Þórhallsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Þorvaldur Gröndal forstöðumaður frístunda- og forvarnamála
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir Sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá

1.Vinnuskólalaun 2018

1711181

Lagðar fram tvær tillögur um hækkun launa í Vinnuskóla. Annars vegar um 15% hækkun og hins vegar tillaga um krónutöluhækkun skv. eftirfarandi bókun:
Sveitarfélaginu hafa borist gagnlegar ábendingar um að tímakaup í Vinnuskóla sé lægra en almennt gerist í sveitarfélögum landsins. Þótt tímakaup hafi verið lægra eru heildarlaun engu að síður við landsmeðaltal, en það skýrist af lengra vinnutímabili sem Sveitarfélagið Skagafjörður býður upp á. Auk þess býður sveitarfélagið nemendum 7. bekkjar að stunda Vinnuskólann, eitt fárra sveitarfélaga í landinu. Félags- og tómstundanefnd hefur ákveðið að bregðast við þessum ábendingum íbúa og hækka tímakaup í Vinnuskólanum þannig að það standist vel samanburð við önnur sveitarfélög án þess að stytta vinnutímabilið. Ítrekað er að í Vinnuskólanum er reynt að flétta saman fræðslu og vinnu á jákvæðan hátt og telur nefndin mikilvægt að börn og unglingar í Sveitarfélaginu Skagafirði eigi áfram völ á fjölbreyttum viðfangsefnum yfir sumartímann.
Lagt er til að tímakaup í Vinnuskólanum hækki frá því sem samþykkt var á fundi nefndarinnar þann 27. apríl s.l. sem hér segir:
Tímakaup nemenda í 7. bekk hækki úr 417 krónum í 537 krónur sumarið 2018.
Tímakaup nemenda í 8. bekk hækki úr 474 krónum í 594 krónur sumarið 2018.
Tímakaup nemenda 9. bekkjar hækki úr 563 krónum í 683 krónur sumarið 2018.
Tímakaup nemenda 10. bekkjar hækki úr 710 krónum í 830 krónur sumarið 2018.
Félags- og tómstundanefnd fagnar því að hægt sé að bregðast við ábendingum íbúa og verða við óskum um hækkun launa í Vinnuskólanum, en það er hægt vegna góðrar fjárhagsstöðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Tillaga um krónutöluhækkun samþykkt samhljóða.

2.Lokahóf 2018 styrkur v. leigu

1805083

Lögð fram ósk um að leiga í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki vegna lokahófs Körfuknattleiksdeildar Tindastóls verði felld niður. Nefndin fagnar góðum árangri meistaraflokks karla og óskar Skagfirðingum til hamingju með árangurinn og það fyrirmyndarstarf sem deildin sýnir. Nefndin samþykkir erindið.

3.Umsókn um leyfi til daggæslu á einkaheimili

1805057

Félags- og tómstundanefnd staðfestir áður veitt skriflegt leyfi til Heiðrúnar Maríu Ólafsdóttur til daggæslu á einkaheimili. Öll gögn og leyfi eru til staðar.

Fundi slitið - kl. 11:45.