Félags- og tómstundanefnd

177. fundur 27. september 2011 kl. 09:00 - 11:30 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Arnrún Halla Arnórsdóttir formaður
  • Bjarki Tryggvason varaform.
  • Þorsteinn Tómas Broddason ritari
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir áheyrnarftr.
  • María Björk Ingvadóttir frístundastjóri
  • Aðalbjörg Hallmundsdóttir félagsráðgjafi
  • Gunnar M Sandholt félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Gunnar M Sandholt / María Björk Ingvadóttir félagsmálastjóri / frístundastjóri
Dagskrá
Ingvar Ingimundarson varaáheyrnarfulltrúi boðaði forföll.
María Björk frístundastjóri og Gunnar félasgsmálastjóri sátu fundinn undir þeim liðum sem þeim viðkom. Aðalbjörg Hallmundsdóttir kynnti umsóknir undir síðasta dagskrárliðnum, trúnaðarmál.

1.Áhorfendapallar og gólfefni í íþróttahúsið Sauðárkróki

0911074

María Björk Ingvadóttir sat fundinn undir þessu lið.

Endurbætur á gólfi íþróttahússins á Sauðárkróki hafa gengið vel og verður lokið 30.september.

2.Sundlaug Sólgörðum-Viðhald og tjón

1109279

María Björk Ingvadóttir sat fundinn undir þessu lið.

Vegna breytinga á reglum um öryggi á sundstöðum er gert skylt að hafa öryggismyndavélar við sundlaugar. Til þess að hægt væri að hafa sundlaugina að Sólgörðum opna í sumar, þurfti því að setja upp slíkt kerfi. Kostnaður við uppsetninguna nemur allt að 400.000. krónum. Félags-og tómstundanefnd óskar eftir því við Byggðaráð að samþykkja aukafjárveitingu vegna þessa kostnaðar.

3.Umsjón með sundlauginni að Sólgörðum

1109246

María Björk Ingvadóttir sat fundinn undir þessu lið.

Frístundastjóri kynnir að Halldór Gunnar Hálfdánarson sinni eftirliti með sundlauginni að Sólgörðum þegar skólasund fer fram í vetur.

4.Öryggi á sundstöðum

1106038

María Björk Ingvadóttir sat fundinn undir þessu lið.

Frístundastjóri kynnir nýjar tillögur að breytingum á reglugerð um öryggi á sundstöðum sem tók gildi 1. janúar s.l. Nefndin gerir athugasemdir við tillögurnar og reglugerðina í heild sinni. Nefndin vill sérstaklega óska eftir vinnureglum í tengslum við að tryggja það að börn yngri en 10 ára fari ein í sund, þar sem börn á þessum aldri hafa engin skilríki til að sanna aldur sinn. Því er útilokað fyrir starfsmenn sundlauga að sannreyna aldur þeirra.

5.Ungmennaráð sveitarfélaga

1109061

María Björk Ingvadóttir sat fundinn undir þessu lið.

Frístundastjóri kynnir tilmæli Sambandsins um stofnun Ungmennaráðs sveitarfélagsins. Slíkt ráð var sett á laggirnar í Skagafirði árið 2007 en eftir er að tilnefna í slíkt ráð fyrir yfirstandandi kjörtímabil. Formanni og frístundastjóra er falið að koma með tillögu að reglum á næsta fundi nefndarinnar.

6.Rekstur Vinnuskólans sumarið 2011

1103094

María Björk Ingvadóttir sat fundinn undir þessu lið.

Frístundastjóri kynnir rekstur Vinnuskólans í sumar. Aldrei fyrr hafa jafn margir unglingar sótt Vinnuskólann.

7.Verðlaun Heimilis og skóla

1105221

María Björk Ingvadóttir sat fundinn undir þessu lið.

Vinaverkefnið sem er samstarfsverkefni leik-, grunn- og framhaldsskóla, frístundasviðs, íþróttahreyfingar og foreldra í Skagafirði hlaut Foreldraverðlaun Heimilis og skóla árið 2011.

Nefndin fagnar þessari viðurkenningu og óskar aðstandendum þess til hamingju.

8.Fundargerð þjónustuhóps SSNV 110604

1104103

Gunnar M Sandholt sat fundinn undir þessu lið.

Lagt fram til kynningar.

9.Fundargerðir þjónustuhóps SSNV 27.7.11, 23.8.11 og 30.8.11

1108330

Gunnar M Sandholt sat fundinn undir þessu lið.

Lagt fram til kynningar.

10.Fundargerð þjónustuhóps 14.09.11

1109233

Gunnar M Sandholt sat fundinn undir þessu lið.

Lagt fram til kynningar.

11.Jafnréttisáætlun 2010-2014

1008033

Gunnar M Sandholt sat fundinn undir þessu lið.

Drög að jafnréttisáætlun Sveitarfélagsins fram til ársins 2014 hefur verið kynnt helstu fastanefndum og eru viðbrögð þeirra jákvæð. Nefndin felur formanni og félagsmálastjóra að ljúka endanlegum frágangi draganna í ljós umræðna á fundinum og vísar málinu til ákvörðunar í sveitarstjórn.

12.Styrkumsókn 2012- félag eldri borgara í Skagafirði

1109183

Gunnar M Sandholt sat fundinn undir þessu lið.

Afgreiðslu styrkbeiðninnar vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

13.Fjárhagsaðstoð 2011 trúnaðarmál

1101147

Gunnar M Sandholt og Aðalbjörg Hallmundsdóttir sátu fundinn undir þessu lið.

Lagðar fram 8 umsóknir í 7 málum. Nefndin samþykkir 6 umsóknir en synjar tveimur. Sjá trúnaðarbók.

Fundi slitið - kl. 11:30.