Félags- og tómstundanefnd

213. fundur 05. nóvember 2014 kl. 15:00 - 16:15 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Bjarki Tryggvason formaður
  • Íris Baldvinsdóttir ritari
  • Þorgerður Eva Þórhallsdóttir áheyrnarftr.
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir varam.
Starfsmenn
  • Gunnar M Sandholt félagsmálastjóri
  • Þorvaldur Gröndal forstöðumaður frístunda- og forvarnamála
Fundargerð ritaði: Þorvaldur Gröndal
Dagskrá

1.Ráðstefna Þroskahjálpar í Varmahlíð

1409164

Landssamtökin Þroskahjálp héldu fulltrúaráðsfund í Miðgarði dagana 17. og 18. október. Samtökin hafa sent sveitarfélögum ályktanir sem gerðar voru. Ályktanirnar lagðar fram og ræddar.

2.Erindisbréf ungmennaráðs Skagafjarðar

1409248

Lögð fram og rædd tillaga forstöðumanns Frístundamála að nýjum reglum um umennaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Afgreiðslu frestað

3.Unglingalandsmót 2014 - staða mála

1407048

Lögð fram lokaksýrsla forstöðumanns Frístunda- og íþróttamála um framkvæmd og uppgjör Unglingalandsmóts UMFÍ 2014 á Sauðárkrók. Nefndin þakkar góða yfirlitsskýrslu. Skýrslan sendist sveitarstjórnarfulltrúum.
Gunnar Sandholt vék af fundi kl. 15:55.

4.Fjárhagsáætlun 2015 - Frístundasvið

1411024

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2015 fyrir frístunda- og æskulýðsmál.

Fundi slitið - kl. 16:15.