Félags- og tómstundanefnd

105. fundur 14. maí 2007
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur  105 – 14.05.2007
 
 
Ár 2007, mánudaginn 14. maí, var haldinn fundur í Félags- og tómstunda­nefnd Skagafjarðar og hófst hann kl. 16:00 í Ráðhúsinu.
Mættir voru: H. Vanda Sigurgeirsdóttir, Íris Baldvinsdóttir og Sigríður Björnsdóttir.
Af hálfu starfsmanna: María B. Ingvadóttir, Rúnar Vífilsson og Gunnar Sandholt.
María Björk og Íris rituðu fundargerð.
 
dagskrá
 1. Trúnaðarmál
 2. Hljóðkerfi á íþróttavöll
 3. Nýtt starf forstöðumanns Íþróttamiðstöðvar á Sauðárkróki: starfslýsing og auglýsing
 4. Sumar - t.í.m.
 5. Ákvörðun um “hvatarpeninga “.
 6. Stjórnun vinnuskóla og félagsmiðstöðvar í sumar
 7. Önnur mál
 
Afgreiðslur
 1. Samþykkt eitt erindi í einu máli.
 
 1. Samþykkt að leyfa kaup á hljóðkerfi og búnaði undir frjálsíþróttadýnur á íþróttavöllinn á Sauðárkróki enda rúmast það innan fjárhagsáætlunar fyrir íþróttavöllinn.
 
 1. Samþykkt að fela formanni nefndarinnar ásamt frístundastjóra í samvinnu við sveitarstjóra að auglýsa eftir forstöðumanni fyrir Íþróttamiðstöð á Sauðárkróki.
 
 1. Dagskrá Sumar-T.Í.M. kynnt. Skráning hefst með kynningu fyrir foreldra 17.maí og lýkur henni 25. maí.
 
 1. Samþykkt  að Hvatarpeningar nemi kr. 8.000.- fyrir hvert barn sem stundar að lágmarki tvær íþróttagreinar og eina tómstundagrein hjá viðurkenndum námskeiðshaldara í Sumar-T.Í.M. í a.m.k.4 vikur í sumar eða að kostnaður vegna þátttöku barns nemi að lágmarki 30.000.- yfir sumarið.
 
 1. Æskulýðs-og frístundastjóri kynnir fyrirkomulag á stjórnun Vinnuskóla og félagsmiðstöðvar í sumar.
 
 1. Önnur mál. Erindi frá afmælisnefnd Tindastóls. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
 
 
Upplesið og rétt bókað. Fundi slitið kl. 17.50