Félags- og tómstundanefnd

93. fundur 24. október 2006
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 93 –  24.10.2006

 
            Ár 2006, þriðjudaginn 24. október var haldinn fundur í Félags- og tómstunda­nefnd Skagafjarðar og hófst hann kl. 14:45 í Ráðhúsinu.
            Mættir: Halldóra Vanda Sigurgeirsdóttir og varamennirnir Íris Baldvinsdóttir og Sigríður Svavarsdóttir.
            Af hálfu starfsmanna: Gunnar M. Sandholt
            Gunnar M. Sandholt og Íris Baldvinsdóttir rituðu fundargerð.
 
dagskrá:
 1. Jafnréttisáætlun.
 2. Trúnaðarmál
 3. Bréf frá UMSS, dags. 25. september 2005, um ráðningu framkvæmdastjóra.
 4. Tillaga formanns um stofnun ungmennaráðs
 5. Tillaga formanns um stofnun ráðs eldri borgara
 6. Samþykkt sveitarstjórnar 19. október 2006 varðandi úttekt á aðgengismálum innan sveitarfélagsins. Nefndinni var falið að skila skýrslu og tillögum til sveitarstjórnar fyrir 3. desember n.k., sem er alþjóðlegur dagur fatlaðra
 7. Önnur mál
 8. Heimsókn í félagsmiðstöðina Frið og Sundlaug Sauðárkróks
 
  Afgreiðslur: 
 1. Sveitarstjóri, Guðmundur Guðlaugsson, mætti á fundinn. Athugasemdir frá Byggðaráði ræddar og færðar inn í drög að jafnréttisáætlun, sem síðan var samþykkt með áorðnum breytingum og send til ákvörðunar í sveitarstjórn.
 2. Samþykkt 2 erindi í tveimur málum.
 3. Ákveðið að boða fulltrúa stjórnar UMSS til fundar um málið n.k. fimmtudag.
 4. Ákveðið að fela sviðsstjóra ásamt æskulýðs- og tómstundafulltrúa að undirbúa drög að samþykkt um hlutverk, verkefni og skipan ungmennaráðs í Skagafirði
 5. Ákveðið að fela sviðsstjóra ásamt æskulýðs- og tómstundafulltrúa að undirbúa drög að samþykkt um hlutverk, verkefni og skipan ráðs eldri borgara í Skagafirði
 6. Sviðsstjóri gerir munnlega grein fyrir samþykkt sveitarstjornar og stöðu úttektar sem gangsett var á aðgengismálum árið 2003. Ákveðið að fá skriflega greinargerð um málið á næsta fundi og svara sveitarstjórn varðandi stöðu og framgang þess.
 7. Engin
 8. Lagt af stað í heimsókn í félagsmiðstöðina Frið og Sundlaug Sauðárkróks kl 16:30
 
Fundargerðin upp lesin og staðfest rétt bókuð,  fundi slitið kl 16:30.