Félags- og tómstundanefnd

88. fundur 29. ágúst 2006
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 88 –  29.8.2006

 
            Ár 2006, þriðjudaginn 29. ágúst var haldinn fundur í Félags- og tómstunda­nefnd Skagafjarðar og hófst hann kl. 15:00 í Ráðhúsinu.
Mættir: Halldóra Vanda Sigurgeirsdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir og Katrín María Andrésdóttir. Af hálfu starfsmanna: Gunnar M. Sandholt, Aðalbjörg Hallmundsdóttir, Rúnar Vífilsson og María Björk Ingvadóttir.
Gunnar M. Sandholt og Þórdís Friðbjörnsdóttir rituðu fundargerð.


Dagskrá: 
            Til ákvörðunar:
 1. Trúnaðarmál
 2. Íþróttahúsið, klukkan
 3. Gjaldskrá fyrir útleigu íþróttasalar v/ Freyjugötu
 4. Reglur um niðurgreiðslu dagvistunar barna á einkaheimilum
 5. Ákvörðun um næstu fundi
 
            Til kynningar:
 1. Auglýsing frá Æskulýðssjóði
 2. Samfelld frístundaþjónusta fyrir börn
 3. Fjárhagsáætlun málefna fatlaðra
 4. Önnur mál
 
Afgreiðslur: 
 
 1. Aðalbjörg Hallmundsdóttir gerði grein fyrir umsóknum. Samþykktar 3 beiðnir í 3 málum. Aðalbjörg vék af fundi.
 2. Rúnar Vífilsson kom á fundinn. Fyrir liggur að klukkan í íþróttahúsinu er ónýt og ekki unnt að fá þjónustu á hana. Félags- og tómstundanefnd telur sýnt að kaupa verði nýja klukku, en telur jafnframt eðlilegt að íþróttafélagið axli hluta kostnaðar með því að leita til styrktaraðila. Nefndin samþykkir að leita heimildar frá Byggðarráði til að endurnýja klukkuna og felur jafnframt íþróttafulltrúa að ræða við forsvarsmenn UMFT um ásættanlega lausn á málinu.  Samþykkt samhljóða.
 3. Tillaga sviðsstjóra: “Leiguverð taki mið af leigu á 1/3 salarins í Íþróttahúsi Sauðárkróks og verði 1.800 kr./t. Gegn þessari greiðslu fæst aðgangur að íþróttasal, baðklefum og áhöldum sem þar eru.  Árskóli sér um þrif. Aðilar sem sveitarfélagið styrkir með aðstöðu, s.s. Félög eldri borgara og Björgunarsveit njóti áfram aðstöðu án endurgjalds, en útgjöld verði færð á viðeigandi gjaldaliði á næsta fjárhagsári.”
 4. Félags- og tómstundanefnd samþykkti nýjar reglur um niðurgreiðslu dagvistunar barna á einkaheimilum á fundi sínum 26. maí s.l. og að þær yrðu sendar byggðarráði og sveitarstjórn til afgreiðslu. Þeirri afgreiðslu var frestað. Nefndin hefur nú fjallað um reglurnar á ný, samþykkir þær og sendir þær byggðarráði og sveitarstjórn til afgreiðslu. Upphæðir sem um getur í 6. grein hinna nýju reglna komi til endurskoðunar við gerð fjárhagsáætlunar.
 5. Ákveðið að reglulegir fundir verði annan hvern þriðjudag kl. 14:45 – 16:00. Næsti fundur 12. september. María Björk Ingvadóttir kom á fundinn.
 
 
 
            Til kynningar:
 1. Umsóknarfrestur er til 15. september n.k. og hvetur nefndin æskulýðsfélög til að huga að umsóknum.
 2. Rætt um fund sem boðað hefur verið til á morgun á Kaffi Krók með þeim sem koma að tómstundastarfi fyrir börn og unglinga, m.a. til að ræða um útgáfu kynningarbæklings.
 3. Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun, sem gerð var til  SSNV.
 4. Engin.
 
 Upplesið og staðfest rétt bókað. Fundi slitið kl. 17:40.