Félags- og tómstundanefnd

86. fundur 26. júní 2006
 
 
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 86 –  26.06.2006

 
            Ár 2006, mánudaginn 26. júní var haldinn fundur í Félags- og tómstunda­nefnd Skagafjarðar og hófst hann kl. 11:00 í Ráðhúsinu.
            Mættir: Vanda Sigurgeirsdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir og Katrín María Andrésdóttir.

            Af hálfu starfsmanna: Margeir Friðriksson, staðgengill sveitarstjóra, sem boðaði til fundarins, Gunnar M. Sandholt, María Björk Ingvadóttir og Aðalbjörg Hallmundsdóttir.
Gunnar M. Sandholt og Þórdís Friðbjörnsdóttir rituðu fundargerð.


Dagskrá: 
  1. Kosning formanns
  2. Kosning varaformanns
  3. Kosning ritara
  4. Verkefnastaða málaflokkanna
  5. Kynnt niðurstaða verðkönnunar vegna aðkeyptrar akstursþjónustu fatlaðra og kaupa á nýrri bifreið.  Byggðarráð hefur látið kanna þetta mál að beiðni félags- og tómstundanefndar og vísaði þann 6. júní s.l. niðurstöðunni á ný til félags- og tómstundanefndar til frekari ákvörðunar.
  6. Trúnaðarmál
 
Afgreiðslur: 
1.      Margeir Friðriksson, staðgengill sveitarstjóra, setti fund og stjórnaði kosningu. Hann flutti tillögu um Vöndu Sigurgeirsdóttur sem formann. Tillagan var samþykkt samhljóða.
2.      Gerð var tillaga um Þórdísi Friðbjörnsdóttur sem varaformann. Tillagan var samþykkt samhljóða.
3.      Flutt var tillaga um Katrínu Maríu Andrésdóttur sem ritara. Katrín María taldi eðlilegra að varaformaður væri jafnframt ritari líkt og á síðasta kjörtímabili. Ákveðið var að Þórdís Friðbjörnsdóttir yrði jafnframt ritari. 
      Að svo búnu fól staðgengill sveitarstjóra nýkjörnum formanni fundarstjórn, óskaði nefndinni heilla í störfum sínum.
4.      Sviðsstjóri lagði fram minnisblað um stöðu nokkurra verkefna innan málaflokka nefndarinnar.
5.      Sviðsstjóri fjármálasviðs, Margeir Friðriksson, gerði grein fyrir málinu. Ákveðið að afla frekari upplýsinga og að ákvörðun liggi fyrir fyrri hluta næstu viku. Margeir Friðriksson og María Björk Ingvadóttir viku af fundi.
6.      Aðalbjörg Hallmundsdóttir kom á fundinn. Samþykkt voru þrjú erindi en synjað þremur í sex málum.
 
Upplesið, staðfest rétt bókað. Fleira ekki gert, fundi slitið kl.12:46.