Félags- og tómstundanefnd

79. fundur 21. mars 2006
 
Ár 2006, þriðjudaginn 21. mars var haldinn fundur í Félags- og tómstunda­nefnd Skagafjarðar og hófst hann kl. 15:00 í Ráðhúsinu.
Mættir: Þórdís Friðbjörnsdóttir, Katrín María Andrésdóttir og Svanhildur Harpa Kristinsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Gunnar Sandholt, Aðalbjörg Hallmundsdóttir undir lið nr. 1, María Björk Ingvadóttir og Rúnar Vífilsson undir liðum nr. 2 - 4.
Gunnar Sandholt og Svanhildur Harpa Kristinsdóttir önnuðust ritun fundargerðar.
 
Dagskrá: 
 1. Trúnaðarmál.
 2. Staða málaflokkanna og áhersluatriði næstu mánuði
  a) félagsmál
  b) æskulýðs- og tómstundamál
  c) íþróttamál
  d) jafnréttismál
  e) húsnæðismál
 3. Málefni Vinnuskólans
 4. Lýðheilsuverkefnið “Allt hefur áhrif”
 5. Erindi sent frá Félagsmálaráðuneyti, dags. 28.2.06, vísað af  Byggðarráði, varðandi úttekt á velferðarþjónustu í dreifbýli.
 6. Starfsmannastefna Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
 7. Önnur mál.
 
Afgreiðslur: 
1.      Synjað beiðni um styrk til húsbúnaðar í einu máli. Samþykkt aðstoð til greiðslu sérfræðiaðstoðar í öðru máli.
2.      a) Félagsmál. Farið yfir rekstrarstöðu eftir 2 fyrstu mánuði ársins.  Ákveðið að yfirfara reglur um fjárhagsaðstoð og reglur um niðurgreiðslu dagvistar á einkaheimilum á næsta fundi.
b) Æskulýðs- og tómstundamál. Staðan yfirfarin.
c) Íþróttamál. Staðan yfirfarin.
Rekstrarstaða málaflokkanna er að mestu leyti í jafnvægi, ef undan eru skildir launaliðir sem raskast hafa nokkuð.

d) Jafnréttismál. Samþykkt tilboð Farskólans um að halda námskeið fyrir konur í félagsstörfum kr. 105.000 auk auglýsinga- og veitingakostnaðar. Kostnaður verður færður á gjaldalið 02890 og rúmast innan áætlunar, auk þess sem gert er ráð fyrir tekjum í formi þátttökugjalda.
e) Húsnæðismál.  Farið yfir stöðu biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði. 14 beiðnir liggja fyrir, þar af 2 brýn mál, 6 sem teljast í  þörf fyrir úrlausnir á næstunni en 3 umsóknir sem eru minna aðkallandi, 2 um flutning í stærri íbúðir og 1 umsókn frá fólki búsett utan sveitarfélagsins
3.      Æskulýðs- og tómstundafulltrúi leggur fram minnisblað, dags. 21. mars 2006. Einnig lagður fram tölvupóstur lögfræðings Sambands Ísl. Sveitarfélaga varðandi álitamál um ráðningarsamninga leiðbeinenda í vinnuskóla/félagsmiðstöð.
Félags- og tómstundanefnd telur æskilegt að unnt sé að gera ótímabundna ráðningarsamninga við starfsmenn félagsmiðstöðvar/vinnuskóla sem óska eftir heilsárs starfi. Óskað er eftir umsögn sveitarstjóra og launadeildar um slíka lausn.  
Einnig mælir nefndin með því að fram fari starfsmat fyrir frístundaleið-beinendur sem falla milli skilgreiningar á frístundaleiðbeinanda 1 og 3 m.t.t. menntunar og reynslu, en flestir þessara starfsmanna hjá sveitarfélaginu myndu hugsanlega verða skilgreindir sem frístundaleiðbeinendur 2..
Loks leggur nefndin til við Byggðarráð að laun nema í vinnuskólanum verði ákvörðuð þannig að nemar í 10. bekk fái 70#PR af lfl. 107 eða 437 kr./klst, 9. bekk 60#PR eða 375 kr./klst og nemendur í 8. bekk 50#PR eða kr. 312 kr/klst.
Hækkun milli ára yrði samtals um kr. 600.000.

4.      Rætt um framgang verkefnisins.
5.      Málið lagt fram. Ákveðið að framsenda kynningu á málinu til Fræðslu- og menningarnefndar, til starfsmanna Fjölskyldu- og þjónustusviðs og annarra sviðsstjóra.
6.      Ákveðið að nefndarmenn hittist utan fundartíma til að yfirfara athugasemdir við starfsmannastefnuna.
7.      Önnur mál. Engin


 Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 18:15