Félags- og tómstundanefnd

67. fundur 20. september 2005
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 67 –  20.09.2005

 
            Ár 2005, þriðjudaginn 20. september var haldinn fundur í Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar og hófst hann kl. 15:00 í Ráðhúsinu.
            Mættir: Ásdís Guðmundsdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir og Harpa Kristinsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Gunnar M. Sandholt, María Björk Ingvadóttir, Aðalbjörg Hallmundsdóttir og Rúnar Vífilsson.
 
dagskrá:
 1. Erindi varðandi íþróttaiðkun eldri borgara
 2. Trúnaðarmál
 3. Húsnæðismál
 4. Styrkur vegna landsliðsferðar
 5. Lögð fram að nýju styrkbeiðni frá Farskólanum, Stéttarfélögum á Norðurlandi vestra og Byggðasamlagi um málefni fatlaðra vegna námskeiðs fyrir starfsmenn málefna fatlaðra og heimaþjónustu, sbr. fundur 28.6.2005.
 6. Forvarnasamstarf við FNV og RKÍ
 7. Niðurgreiðsla dagvistar barna á einkaheimilum, umræða um reglur og upphæðir
 8. Endurskoðun fjárhagsáætlunar.
 9. Önnur mál
 
Afgreiðslur:
 1. Lagt fram erindi frá Þreksport varðandi  heilsurækt eldri borgara. Ákveðið að ræða  við Félag eldri borgara um framkvæmd og að taka málið fyrir að nýju
 2. Samþykkt 3 erindi í þremur málum.
 3. Kynntar eftirtaldar úthlutanir, sjá trúnaðarbók: Grenihlíð 26, 3 herb.; Víðimýri 10, 3. herb. og Laugatún 7, 4. herb.
 4. Samþykkt að veita styrk að upphæð 30.000 kr. vegna landsliðsferðar Gauta Ásbjörnssonar.
 5. Málið rætt, sviðsstjóra falið að leggja fram kostnaðartölur við slíkt námskeiðshald fyrir sveitarfélagið á næsta fundi og undirbúa aðra aðkomu starfsmanna sveitarfélagsins að málinu. ÁG sat hjá.
 6. Formaður gerir grein fyrir samráði við RKÍ og FNV. Aðilar munu þróa áfram hugmyndir um samstarf.
 7. Fyrir liggur erindi frá dagmóður sem sækir um niðurgreiðslu vegna eigin barns. Núverandi reglur gera ekki ráð fyrir slíkri niðurgreiðslu, en nefndin hyggst skoða það mál nánar, jafnframt sem nefndin ákveður að taka reglurnar í heild sinni til endurskoðunar.
 8. Lækkun útgjalda er á félagsmálaliðum í heild, einkum vegna minni fjárhagsaðstoðar en áætlað var, en hækkun á launaliðum vegna nýrra kjarasamninga. Hækkun á gjaldaliðum íþrótta- og æskulýðsmála er vegna kjarasamninga. Nefndin telur ekki svigrúm til að mæta auknum útgjöldum með breytingum á starfseminni svo seint á fjárhagsárinu, en mun skoða leiðir til þess við gerð næstu fjárhagsáætlunar.
 
Fundi slitið kl 17:50