Félags- og tómstundanefnd

60. fundur 26. apríl 2005
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 60 –  26.04.2005
 
            Ár 2005, þriðjudaginn 26. apríl var haldinn fundur í Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar og hefst hann kl. 15:30 í Ráðhúsinu.
            Mættir: Ásdís Guðmundsdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir og Harpa Kristinsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Gunnar M. Sandholt, sem skrifaði fundargerð, Árdís Antonsdóttir og Rúnar Vífilsson. Áheyrnarfulltrúi undir dagskrárliðum 4 – 6 var Haraldur Þ. Jóhannsson
               
Dagskrá:
 1. Trúnaðarmál
 2. Húsnæðismál
 3. Ráðning vallarstjóra sumarið 2005 á Sauðárkróki
 4. Styrkir til íþróttamála
 5. Rekstrarstyrkir íþróttavalla  
 6. Bréf Þorkels Þorsteinssonar varðandi akstursíþróttir
 7. Bréf frá Löngumýri vegna hvíldardvalar krabbameinssjúklinga
 8. Úttekt á tómstundastarfi barna (1. – 7. bekkur)
 9. Lagt fram að nýju bréf GSS vegna samstarfs við Vinnuskólann
 10. Önnur mál
 
Afgreiðslur:
 1. Samþykkt beiðni í einu máli, sjá trúnaðarbók.
 
 1. Samþykktar úthlutanir félagslegra leiguíbúða: 4 herb. að Víðimýri 6,
  3 herbergi að Grenihlíð 26,  5 herb. að Laugatúni 9, 3 herb. að Grenihlíð 30 og
  3 herb. að Víðimýri 10, sjá innritunarbók
 
 1. Sviðsstjóri og fræðslu- og íþróttafulltrúi kynna fyrirkomulag rekstrar á og umsjónar með íþróttasvæðinu í sumar. Einn starfsmanna íþróttahússins hefur verið ráðinn vallarstjóri sumarið 2005.  
 
 1. Formaður UMSS kynnir tillögu um úthlutun íþróttastyrkja sem unnin hefur verið í samráði við fræðslu- og íþróttafulltrúa. Tillögurnar taka mið af regludrögum sem rædd voru í nefndinni á fundi 15.2. s.l. Nefndin lítur svo á að regludrögin gildi sem tilraun á þessu ári og stefnt verði að því að endanleg samþykkt þeirra taki mið af reynslunni nú. Nefndin leggur þess vegna áherslu á að íþróttafélögin standi skil á upplýsingum til UMSS í samræmi við regludrögin. Eftirfarandi styrkir voru samþykktir:  
 
Ungmennafélagið Tindastóll
5.920.000
Ungmennafélagið Neisti
600.000
Ungmennafélagið Smári
600.000
Ungmennafélagið Hjalti
100.000
Gróska íþróttafélag fatlaðra
100.000
Hestamannafélagið Léttfeti
200.000
Hestamannafélagið Stígandi
200.000
Hestamannafélagið Svaði
170.000
Ungmennasamb. Skagafjarðar
1.000.000
Skákfélag Sauðárkróks
60.000
Samtals
8.950.000
 
Ýmsir styrkir og framlög:
 
Húsaleigustyrkur Tindastóls
300.000
Afnotastyrkir - húsaleiga íþróttamannvirkja
13.592.000
Greiðsla skuldabréfs Tindastóls
1.900.000
Samningur við Flugu hf
2.100.000
Samtals
17.892.000
 
5.        Samþykktir eftirtaldir rekstrar- og framkvæmdastyrkir til íþróttavalla:


Íþróttavellir Hofsósi
800.000
Íþróttavöllur Vindheimamelum
3.000.000
Golfklúbbur Sauðárkróks
3.000.000
Íþróttavellir Varmahlíð og Steinsstöðum, rekstur
500.000
Íþróttavöllur Varmahlíð, framkvæmdastyrkur
300.000
Íþróttavöllur Hólum, rekstur og framkv.
250.000
Íþróttasvæði Ósmanns
200.000
Íþróttasvæði Léttfeta
600.000
Íþróttasvæði Svaða
100.000
Samtals
8.750.000
 
 1. Bréf Þorkels Þorsteinssonar til sýslumannsins á Sauðárkróki, dags. 22. mars 2005, lagt fram til kynningar. Nefndin óskar eftir að svar sýslumanns verði kynnt nefndinni.
 
 1. Lagt fram til kynningar.
 
 1. Kynnt drög að erindisbréfi.
 
 1. Kynnt minnisblað æskulýðs- og tómstundafulltrúa varðandi málið, dags. 24.4.2005. Nefndin er sammála því fyrirkomulagi sem lýst er í minnisblaðinu.
 
 1. Önnur mál:
  a) Kynnt gjöf Trausta Jóels Helgasonar, - ljósmyndir af Íþróttasvæðinu á Sauðárkróki, fyrir og eftir breytingar, teknar 2002 og 2004. Félags- og tómstundanefnd þakkar þessa skemmtilegu gjöf og telur best fara á því að myndunum verði fundinn staður í vallarhúsinu.
  b) Kynnt tölvubréf Snjóflóðaseturs Veðurstofunnar, dags. 26. 4. 2005 varðandi áhættumat á skíðasvæðum.
  c) Samþykkt styrkbeiðni Helgu Einarsdóttur, unglingalandsliðskonu í körfuknattleik, vegna þátttöku í landsliðsferð, dags. 7.4.2005.
  d) Lagt fram bréf frá jafnréttisnefnd Akureyrarbæjar um landsfund jafnréttisnefnda 6. – 7. maí 2005.
  e) Formaður greindi frá fundi fulltrúa RKÍ, FNV og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um Geymsluna, sbr. tillögur stýrihóps. Tillagna frá aðilum er að vænta á næstu dögum.
 
Fundi slitið kl. 18:00