Félags- og tómstundanefnd

59. fundur 08. mars 2005
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 59 –  08.03.2005
 
 
            Ár 2005, þriðjudaginn 8. mars var haldinn fundur í Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar og hófst hann kl. 16:00 í Ráðhúsinu.
            Mættir: Ásdís Guðmundsdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir og Harpa Kristinsdóttir. Af hálfu starfsmanna Vigdís Gunnarsdóttir, félagsráðgjafa­nemi undir dagskrárlið 1, Gunnar M. Sandholt, sem skrifaði fundargerð, María Björk Ingvadóttir og Rúnar Vífilsson.
 
Dagskrá:
 1. Trúnaðarmál
 2. Bréf RKÍ, dags. 18. febrúar 2005 varðandi Geymsluna, lagt fram til kynningar
 3. Geymslan, skýrsla samstarfshóps kynnt
 4. Málefni Vinnuskólans
 5. Lagt fram bréf Lýðheilsustöðvar um nýtt þróunarverkefni til að bregðast við þyngdaraukningu barna
 6. Tækjavæðing íþróttavallanna
 7. Tækjakaup í Íþróttahús á Sauðárkróki
 8. Drög að samningi við Flugu um styrk við rekstur reiðhallarinnar Svaðastaða
 9. Önnur mál
 
Afgreiðslur:
 
 1. Samþykkt tvö erindi í tveimur málum.
 2. Bréf RKÍ lagt fram til kynningar.
 3. Lögð fram og rædd skýrsla samstarfshóps um forvarnir varðandi Geymsluna. Nefndin telur eðlilegt næsta skref að fulltrúi RKÍ, skólameistari og formaður Félags- og tómstundanefndar hittist hið fyrsta til að taka afstöðu til tillagna starfshópsins um áframhald samstarfs um Geymsluna.
 4. Rætt um málefni Vinnuskólans til undirbúnings fyrir sumarið.
  a) Starfsmönnum falið að ganga frá samningi við Hólaskóla um samstarf.
  b) Lagt fram til kynningar bréf frá unglinganefnd GSS um samstarf varðandi tilgreind verkefni. Starfsmönnum falið að ræða við GSS um samstarf og leggja fram mótaðar tillögur.
  c) Nefndin leggur til að laun unglinganna í Vinnuskólanum hækki um 3#PR og vísar málinu til Byggðaráðs.
  d) Í undirbúningi er samstarf milli grunnskólanna og Vinnuskólans um skólagarða.
 5. Nefndin felur fyrir sitt leyti starfsmönnum að undirbúa áfram þáttöku stofnana sveitarfélagsins í þessu verkefni í nánu samstarfi við fræðslu- og menningarnefnd og skólastjórnendur leik- og grunnskóla.
 6. Byggðarráð samþykkti á fundi sínum 22. feb. s.l. að kaupa tækin skv. tillögu fræðslu- og íþróttafulltrúa, sbr. fyrri afgreiðslu Félags- og tómstundanefndar, en vildi að kostnaðarskipting á milli valla verði endurskoðuð. Nefndin hefur endurskoðað kostnaðarskiptingu milli valla og leggur til að hún verði óbreytt. Hinsvegar hefur komið í ljós að kostnaður er 0,5 milljónum lægri en upphaflega var áætlað.
 7. Kynnt tillaga um nauðsynlega endurnýjun hljóðkerfis í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Tillagan rúmast innan áætlunar til tækjakaupa á yfirstandandi ári og felur nefndin starfsmanni að leita tilboða í viðeigandi tæki.
 8. Samkvæmt samningsdrögum kaupir sveitarfélagið tilgreindan tímafjölda í reiðhöllinni sem nýtist íþróttafélögum og Iðju – hæfingu/ Sérdeild Árskóla.
  Nefndin samþykkir samningsdrögin fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu í Byggðarráði.
 9. a) Lögð fram beiðni Kvenfélags Sauðárkróks dags. 8.3.2005 um niðurfellingu eftirstöðvar húsaleiguskuldar í Íþróttahúsi kr. 21.716. Erindið samþykkt.
 
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:07
Upplesið og staðfest rétt bókað