Félags- og tómstundanefnd

189. fundur 16. október 2012 kl. 15:00 - 17:27 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Bjarki Tryggvason varaform.
  • Þorsteinn Tómas Broddason ritari
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir áheyrnarftr.
  • Hanna Þrúður Þórðardóttir áheyrnarftr.
  • Lína Dögg Halldórsdóttir varam.
  • Gunnar M Sandholt félagsmálastjóri
  • Aðalbjörg Hallmundsdóttir félagsráðgjafi
  • Ótthar Edvardsson Umsjónarmaður íþróttamannvirkja
Fundargerð ritaði: Þorsteinn Tómas Broddason
Dagskrá
Ótthar Edvardsson sat fundinn undir fyrstu tveim liðunum. Þórey Guðmundsdóttir nemi í félgasráðgjöf sat allan fundinn. Hanna Þrúður Þórðardóttir og Guðný Axelsdóttir áheyrnarfulltrúar viku af fundi við afgreiðslu trúnaðarmála.

1.Erindi f.h. körfuknattleiksdeildar UMF Tindastóls varðandi undanþágu um merkingar á gólf íþróttamannvirkis

1210197

Umsjónarmanni íþróttamannvirkja er falið að ganga frá heimild til merkingar á gólfi íþróttahússins á Sauðárkróki í samræmi við samþykkt nefndarinnar frá fundi 178 þann 8. nóvember 2011.
Erindi um nafnbreytingu á íþróttahúsinu á Sauðárkróki frá körfuknatteliksdeild Tindastóls vísað til umsjónarmanns íþróttamannvirkja til skoðunar í ljósi umræðna á fundinum. Afgreiðslu þessa hluta fyrirspurnarinnar frestað.

2.Ábending vegna tímasetningar viðburða fyrir börn og unglinga

1210208

Félags- og tómstundanefnd beinir þeim tilmælum til félagasamtaka og annarra sem skipuleggja viðburði fyrir börn að hafa í huga ákvæði Barnaverndarlaga um útivistartíma barna við ákvöðrum um tímasetningu slíkra viðburða. Einnig brýnir nefndin fyrir foreldrum að taka höndum saman um að virða útivistartímann. Nefndin felur félagsmálastjóra að senda bréf á þá sem sinna barna og unglingastarfi auk þess að taka málið fyrir í forvarnahópi.

3.Fjárhagsáætlun 2013

1208106

Lagt fram til kynningar bréf fjármálastjóra um samþykkt byggðarráðs um fjárhagsramma gjaldaliða og undirbúning fjárhagsáætlunar. Sviðsstjóra falið að undirbúa umfjöllun nefndarinnar um fjárhagsáætlun.

4.Fjárhagsáætlun 2013 málefni fatlaðra

1208137

Lögð fram að nýju til kynningar fjárhagsáætlun SSNV um málefni fatlaðra fyrir árið 2013, sem samþykkt var á þingi SSNV með fyrirvara um tekjuforsendur Jöfnunarsjóðs fyrir.

5.Ósk um samstarf

1209168

Kynnt bréf frá samtökunum Veraldarvinum sem vísað var til nefnda frá byggðarráði 28.09.2012. Veraldarvinir leita eftir verkefnum frá sveitarfélögum fyrir sjálfboðaliða á vegum samtakanna. Nefndin vísar til forstöðumanna rekstrareininga að skoða hvort slíkt samstarf komi til greina enda rúmist þá kostnaður innan fjárheimilda og skoðist nánar við gerð fjárhagsáætlunar.

6.Reglur SSNV málefna fatlaðra um NPA

1210181

Þjónustuhópur SSNV hefur unnið tillögur að reglum byggðasamlagsins um notendastýrða persónulega aðstoð og sent þær til umsagnar sveitarfélaganna. Félags- og tómstundanefnd mælir með að reglurnar verði samþykktar í fyrirliggjandi drögum en að þær verði endurskoðaðar í ljósi reynslunnar vorið 2013

7.Fundargerð þjónustuhóps SSNV 121005

1210184

Félagsmálastjóri gerir grein fyrir fundargerðinni

8.Fundargerð þjónustuhóps 120918

1210183

Félagsmálastjóri gerir grein fyrir fundargerðinni

9.Fundargerð þjónustuhóps SSNV 120914

1210182

Félagsmálastjóri gerir grein fyrir fundargerðinni

10.Fundargerð þjónustuhóps SSNV 121011

1210200

Félagsmálastjóri gerir grein fyrir fundargerðinni

11.Fjárhagsaðstoð 2012 trúnaðarbók

1201097

Lögð fram 8 erindi í 5 málum, sjá trúnaðarbók. Einnig kynnir félagsmálastjóri umsóknir um NPA í ljósi regludraganna sem liggja til grundvallar tillögum til þjónustuhóps.

Fundi slitið - kl. 17:27.