Félags- og tómstundanefnd

31. fundur 20. janúar 2004

Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 31 – 20.01.2004

 
 
            Ár 2004, þriðjudag 20. janúar kl. 16:00, var haldinn fundur í  Félags- og tómstundanefnd í Ráðhúsi Skagafjarðar.
            Mættir: Ásdís Guðmundsdóttir, Harpa Kristinsdóttir og Þórdís Friðbjörnsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Gunnar Sandholt, Hrafnhildur Guðjónsdóttir, Rúnar Vífilsson og Elsa Jónsdóttir.
 
Dagskrá:
1.      Trúnaðarmál
2.      Úthlutanir leiguíbúða
3.      Viðbótarlán vegna húsnæðismála
4.      Þriggja ára áætlun
5.      Auglýsing um úthlutun styrkja sveitarfélagsins til íþróttamála og æskulýðs- og tómstundamála árið 2004
6.      Uppgjör við Flugu
7.      Lagt fram erindi frá Tindastóli vegna knattspyrnumóts á Akureyri
8.      Önnur mál

 

Afgreiðslur:
 
1.      Samþykktar 7 beiðnir um fjárhagsaðstoð í jafnmörgum málum, 2 beiðnum synjað, sjá trúnaðarbók.
 
2.      Samþykkt úthlutun 3 herb. íbúðar í Víðimýri 4, 2 herb. íb. í Kvistahlíð og 4 herb. í Laugatúni 9, sjá innritunarbók. Formaður tók ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar.
 
3.      Samþykkt þrjú viðbótarlán vegna húsnæðiskaupa, sjá innritunarbók.
 
4.      Rædd drög að þriggja ára áætlun. Vísað til byggðarráðs.
 
5.      Lögð fram auglýsing um styrki vegna menningar-, íþrótta-, æskulýðs- og tómstundamála. Umsóknarfrestur er til 17. febrúar n.k.
 
6.      Lagt fram minnisblað íþróttafulltrúa um endanlegt uppgjör styrks vegna ársins 2003, sbr. samþykkt nefndarinnar 7. október 2003.  Nefndin samþykkir að greiða 400.000 kr vegna fleiri tíma í Reiðhöllinni Svaðastöðum.
 
7.      Tindastóll leggur fram erindi, dags. 8. janúar 2004, þar sem farið er fram á styrk vegna þátttöku meistaraflokks í knattspyrnu í Powerade-mótinu á Akureyri.
Nefndin sér sér ekki fært að fallast á erindið að svo komnu máli og telur eðlilegt að félagið taki mið af erindinu í heildarumsókn UMFT vegna ársins 2004, en styrkir vegna íþróttamála verða auglýstir í þessari viku.


Fundi slitið kl. 17: 45