Félags- og tómstundanefnd

29. fundur 13. desember 2003

Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 29 – 13.12.03

 
 
            Ár 2003, laugardag 13. desember kl. 10:00, var haldinn fundur í  Félags- og tómstundanefnd í Ráðhúsi Skagafjarðar.
Mættir: Ásdís Guðmundsdóttir, Harpa Kristinsdóttir og Þórdís Friðbjörnsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Gunnar Sandholt, sem ritaði fundargerð, Rúnar Vífilsson og María Björk Ingvadóttir.
 
Dagskrá:
 
1.      Fjárhagsáætlun
2.      Ákvörðun um næsta fund

 

 
Afgreiðslur:
 
1.      Farið yfir þá ramma félags- og tómstundamála sem sveitarstjórn hefur samþykkt.
 
Æskulýðs- og tómstundamál:
Félags- og tómstundanefnd samþykkir að 1.200 þús. kr. skuli lagðar til áframhaldandi samvinnu við Íþróttaskólann um leikjanámskeið. Til að ná því markmiði hefur nefndin fært fjármagn frá öðrum liðum samsvarandi þeirri upphæð
Samþykktar tilfærslur innan ramma æskul.- og tómst.mála að upphæð 200 þ. kr.
 
Íþróttamál:
Samþykktar tilfærslur innan rammans að upphæð 600 þ. kr.
 
Félagsmál:
Samþykktar tilfærslur innan rammans að upphæð 450 þ. kr. og einnig að 400 þ. kr af þeirri upphæð skuli færðar til gjaldaliða æskýðsmála.
Félagsmálanefnd setur fyrirvara um útgjöld til húsleigubóta sem er bundinn gjaldaliður en nýjustu forsendur benda til að aukning árið 2004 gæti orðið allt að 3 milljónum kr. hærri en ramminn gerir ráð fyrir.
Samþykkt að vísa tillögu að fjárhagsáætlun félags- og tómstundamála til síðari umræðu í sveitarstjórn.
 
2.      Næsti fundur nefndarinnar verður haldinn þriðjudaginn 16. desember kl. 16:00 í Ráðhúsi Skagafjarðar.
 
 
Fundi slitið kl. 12:15