Félags- og tómstundanefnd

27. fundur 18. nóvember 2003

Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 27 – 18.11.03

 
 
            Ár 2003, þriðjudag 18. nóvember kl. 16:00, var haldinn fundur í  Félags- og tómstundanefnd í Ráðhúsi Skagafjarðar.
Mættir: Ásdís Guðmundsdóttir, Harpa Kristinsdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Gunnar Sandholt, Elsa Jónsdóttir og Rúnar Vífilsson.
           
 
Dagskrá:
 
Húsnæðismál
1.      Viðbótarlán
2.      Úthlutanir
 
Íþróttamál
3.      Rekstrarform íþróttamannvirkja

 

Tómstundamál
4.      Félags- og tómstundastarf aldraðra
 
Félagsmál
5.      Trúnaðarmál
6.      Þjónstubíll fatlaðra
 
 
Önnur mál
 
Afgreiðslur:
 
1.      Samþykkt fjögur viðbótarlán, sjá innritunarbók.
 
2.      Samþykkt úthlutun leiguíbúða í Víðimýri 4 og Víðigrund 8, sjá innritunarbók.
 
3.      Rekstrarform íþróttamannvirkja á Sauðárkróki rædd.
 
4.      Rætt um valkosti varðandi aðstöðu fyrir félagsstarf aldraðra.
 
5.      Samþykkt tvö erindi í tveimur málum, sjá trúnaðarbók
 
6.      Brýn þörf er á að endurnýja þjónustubíl fatlaðra. Ræddir tveir kostir sem fela í sér rekstrarleigu nýs bíls annarsvegar og kaup á bíl hinsvegar. Starfsmönnum falið að undirbúa tillögu fyrir næsta fund svo unnt sé að taka afstöðu til málsins við gerð fjárhagsáætlunar.
 
7.      Kynnt málþing Sambands ísl. sveitarfélaga um húsnæðismál. 28. nóvember n.k.