Félags- og tómstundanefnd

20. fundur 19. ágúst 2003

Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 20 – 19.08.2003

 
 
            Ár 2003, þriðjudaginn 19. ágúst 2003 kl. 1645, kom Félags- og tómstundanefnd  saman til fundar í Ráðhúsinu.
            Mætt voru: Ásdís Guðmundsdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir,  Harpa Kristinsdóttir, Gunnar Sandholt og Elsa Jónsdóttir, sviðsstjórar, og Hrafnhildur Guðjónsdóttir, félagsráðgjafi
 
Dagskrá:
 
Félagsmál
1.      Trúnaðarmál
2.      Verklagsreglur vegna fjárhagsaðstoðar til greiðslu lækniskostnaðar
hjá sérfræðingi
 

Íþróttamál
3.     Auglýsing um lausa tíma í íþróttahúsi og gjaldskrá fyrir útleigu
 
Húsnæðismál
4.      Úthlutanir leiguíbúða
5.      Viðbótarlán
6.      Lagt fram bréf frá Íbúðalánasjóði varðandi viðbótarlán
7.      Önnur mál
 
Afgreiðslur:
 
1.      Teknar voru fyrir 7 beiðnir í 3 málum. Samþykktar voru  5 beiðnir en tveimur synjað. Að auki kynntar ákvarðanir félagsmálastjóra í 4 málum. Ákvarðanir færðar í trúnaðarbók.
 

2.      Drög lögð fram til umræðu og kynningar. Ákvörðun frestað til næsta fundar.
 

3.     Ákveðið að fela starfsmönnum að auglýsa óráðstafaða tíma lausa til umsóknar. Lögð fram til kynningar ákvörðun byggðarráðs dags. 13. ágúst s.l.um gjaldskrá vegna húsnæðis og búnaðar Íþróttahússins á Sauðárkróki. Starfsmönnum falið að undirbúa endurskoðun á gjaldskrá og grunni hennar vegna íþróttamannvirkja og leggja fyrir nefndina til umfjöllunar áður en fjárhagsáætlun veður lögð fram.
   
4.      Kynnt úthlutun á  íbúð í Skógargötu 2, sjá innritunarbók.
 
5.      Samþykktar úthlutanir á 3 viðbótarlánum, en afgreiðslu einnar umsóknar frestað, sjá innritunarbók.
 

6.      Kynnt bréf Íbúðarlánasjóðs, dags. 15. ágúst s.l., þar sem fallist er á umsókn sveitarfélagsins um viðbótarheimild til úthlutunar viðbótarlána að upphæð 15 milljónir.  
 

7.      Önnur mál engin.                                        
Fundi slitið kl 18:10.