Félags- og tómstundanefnd

17. fundur 06. maí 2003

Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 17 – 6.05.2003

 
 
            Ár 2003, þriðjudaginn 6. maí kl. 1600, kom Félags- og tómstundanefnd  saman til fundar í Ráðhúsinu.
            Mætt voru: Ásdís Guðmundsdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Harpa Kristinsdóttir, María Björk Ingvadóttir, verðandi æskulýðs- og tómstundafulltrúi, Elsa Jónsdóttir, skrifstofustjóri, Gunnar Sandholt, félagsmálastjóri og Árdís Antonsdóttir sem ritaði fundargerð.
 
DAGSKRÁ:
 
Félagsmál
1.      Húsnæðismál.
2.      Trúnaðarmál.
3.      Dagmóðurleyfi.
 

Æskulýðsmál
4.      Starfsemi vinnuskólans sumarið 2003, tillögur starfshóps og framkvæmdastjóra fjölskyldu- og þjónustusviðs.
 
Íþróttamál
5.      Samningar og fyrirkomulag starfsemi á íþróttamannvirkjum sumarið 2003.
 

Önnur mál

 

AFGREIÐSLUR
 
Elsa Jónsdóttir mætir á fundinn
 
1.      Samþykkt 3 viðbótarlán, einu viðbótarláni synjað, sjá innritunarbók.
 
Elsa víkur af fundi.
 
2.      Trúnaðarmál bókuð í trúnaðarbók.
 
3.      Umsókn um leyfi til að gerast dagmóðir,  Kristín Hrönn Hreinsdóttir, Ránarstíg 2, Sauðárkróki.  Leyfi veitt til daggæslu þriggja barna.
 
María Björk Ingvadóttir, verðandi æskulýðs- og tómstundafulltrúi mætir á fundinn.  Var hún boðin velkomin til starfa.
 
4.      María Björk og Gunnar Sandholt gera grein fyrir tillögum starfshóps um starfsemi vinnuskólans sumarið 2003 og leggja fram fjárhagsáætlun.  Félags- og tómstundanefnd áréttar að halda verði fjárhagsramma þó það feli í sér að dregið verði úr vinnutíma yngstu nemenda vinnuskólans.
 
Félags- og tómstundanefnd samþykkir tillögur starfshópsins um sjálfstæði starfsstöðva á Hofsósi, Varmahlíð og á Sauðárkróki árið 2003.  Nefndin felur framkvæmdastjóra Fjölskyldu- og þjónustusviðs að undirbúa ítarlegri umfjöllun nefndarinnar um að grunnskólar í Skagafirði taki að sér yfirstjórn og rekstur vinnuskólans í tilraunaskyni frá og með sumrinu 2004.  Þær tillögur verði teknar til umfjöllunar í nefndinni í haust.
 
María Björk víkur af fundi.
 
5.      Lögð fram til kynningar drög að samningum varðandi íþróttamannvirki fyrir sumarið 2003 og Gunnar gerir grein fyrir stöðu þeirra.  Gunnari ásamt Ásdísi falið að ganga frá málinu sem verður lagt fyrir næsta fund nefndarinnar.  
 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18.00.