Félags- og tómstundanefnd

14. fundur 11. mars 2003

Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 14 – 11.03.2003

  Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar. Fundur 14 –þriðjudaginn 11. mars. 2003 kl. 16:00 í Ráðhúsi Skagafjarðar
  
     Mætt: Ásdís Guðmundsdóttir, Harpa Kristinsdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir auk starfsmanna nefndar; Gunnars Sandholt félagsmálastjóra, Ómars Braga Stefánssonar menningar-, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, Elsu Jónsdóttur skrifstofustjóra og Árdísar Antonsdóttur félagsráðgjafa, sem ritaði fundargerð.
Húsnæðismál
1.      Úthlutun viðbótarlána
2.      Úhlutun leiguhúsnæðis
3.      Lögð fram að nýju drög að reglum um forgangsröðun við úthlutun félagslegra leiguíbúða ásamt upplýsingablaði með umsókn

Félagsmál
4.      Trúnaðarmál
5.      Lagt fram yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð 2002
6.      Dagvistun aldraðra, - fjölgun rýma og breyting á starfsfyrirkomulagi
7.      Félagsstarf Aldraðra: Húsaleigusamningur við Ljósheima
8.      Félagsstarf Aldraðra: Úthlutun styrkja
Tillaga um skiptingu styrkja fyrir 2003:
 
 
Félag eldri borgara í Skagafirði
 
250.000
Félagsstarf aldraðra Löngumýri
 
80.000
Félag eldri borgara Hofsósi
 
80.000
 
Samtals:
410.00
Æskulýðs- og tómstundamál
9.      Styrkir til æskulýðs-, íþrótta- og tómstundamála
Önnur mál
     Bókanir
Elsa Jónsdóttir mætir á fundinn.
      1.      Fjögur viðbótarlán samþykkt, sjá innritunarbók.
2.      Úthlutað leiguhúsnæði að Laugatúni 9, sjá innritunarbók.
3.      Reglur sveitarfélagsins um húsnæðismál kynntar og ræddar. 
       
Starfsmönnum falið að gera á þeim frekari breytingar á grundvelli
        umræðna á fundinum.

Elsa víkur af fundi.
4.      Trúnaðarmál bókuð í trúnaðarbók.
5.      Yfirlit um fjárhagsaðstoð kynnt og rætt.
6.      Lagt fram bréf frá Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra þar sem hann heimilar fjölgun um 3 dagvistarrými frá 1. mars 2003.  Félags- og tómstundanefnd fagnar ákvörðun ráðherra.  Jafnframt lögð fram tillaga að endurskoðaðri fjárhagsáætlun miðað við fjölgun rýma og fjölgun opnunardaga um einn.  Útgjaldaaukning vegna þessa er áætluð 2-300.000 krónur.  Samþykkt að mæla með við Byggðaráð að breytingin verði heimiluð.
7.      Samþykktur leigusamningur upp á 600.000 krónur og er það í samræmi við fjárhagsáætlun.  Félags- og tómstundanefnd lýsir yfir ánægju sinni með þjónustuna í Ljósheimum.
8.      Samþykkt tillaga um skiptingu styrkja til félagsstarfs aldraðra fyrir árið 2003:
    Félag eldri borgara í Skagafirði                    250.000
    Félagsstarf eldri borgara á Löngumýri           80.000
    Félag eldri borgara á Hofsósi                        80.000
    Samtals                                                      410.000

Ómar Bragi Stefánsson mætir á fundinn.
9.      Styrkbeiðnir til æskulýðs- og íþróttamála lagðar fram til kynningar.  Ákveðið að afgreiða málið á aukafundi í næstu viku.
Ómar Bragi víkur af fundi.
 Önnur mál.
10.  Lagt fram bréf frá Félagsmálaráðuneyti, dags. 24. febrúar 2003, varðandi félagslega ráðgjöf fyrir útlendinga.
11.  Kynnt erindisbréf fyrir starfshóp um endurskoðun á starfsemi vinnuskólans.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18.35.