Félags- og tómstundanefnd

9. fundur 26. nóvember 2002
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 9 – 26.11.2002

             Ár 2002, þriðjudaginn 26. nóvember kl. 1530, kom Félags- og tómstundanefnd  saman til fundar í Ráðhúsinu.
            Mætt voru: Ásdís Guðmundsdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Harpa Kristinsdóttir, Ómar Bragi Stefánsson, menningar,- íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, Gunnar Sandholt, félagsmálastjóri og Árdís Antonsdóttir sem ritaði fundargerð. 
DAGSKRÁ: 
Íþrótta- og æskulýðsmál
  1. Lagt fram bréf  Samkeppnisstofnunar, dags 17. október 2002, ásamt fleiri bréfum og gögnum, er varða leigutaxta íþrótta- og tækjasalar ásamt aðgönguverði í tækjasal sundlaugar.
  2. Málefni forvarnaverkefnis, þmt. Geymslunnar: Kynnt staða umsóknar til RKÍ um fjármögnun verkefnisins.
  3. Aðstaða til iðkunar vélsleðaíþrótta.
  4. Lagt fram bréf UMF Tindastóls, dags. 15. okt. 02  vegna Knattspyrnuskólans.
  5. Lagt fram bréf UMSS, dags. 20. október 02, varðandi kjör íþróttamanns
    Skagafjarðar 2002
Húsnæðismál
6.  Bréf. 
Félagsmál
7. Trúnaðarmál
Jafnréttismál
8.  Endurskoðun jafnréttisáætlunar

Afgreiðslur
 
Íþrótta- og æskulýðsmál
             1.   Tekið fyrir bréf frá Samkeppnisstofnun dagsett þann 17. 10. 2002, sbr. bréf Samkeppnisstofnunar dags. 21. júní 2002 og bréf dags. 1. ágúst 2002, varðandi erindi sem borist hafði stofnuninni um það hvort leigutaxti íþrótta-og tækjasalar ásamt aðgönguverði í tækjasal og ljósabekki sundlaugarinnar á Sauðárkróki mismuni einstaklingum í sveitarfélaginu og brjóti í bága við 14. og 17.gr. samkeppnislaga nr. 8/1993.
Kvartandi hefur í hyggju að stofna líkamsræktarstöð á Sauðárkróki og telur að forsendur fyrir rekstri séu þær að Sveitarfélagið Skagafjörður breyti formi á útleigu sinni þar sem að fyrirkomulag brjóti í bága við fyrrgreindar greinar laganna.
Félags- og tómstundanefnd fagnar hugmyndum um stofnun líkamsræktarstöðvar og mun sveitarfélagið ekki standa í vegi fyrir þeim rekstri á nokkurn hátt ef af honum verður.  Í því skyni mun sveitarfélagið verðleggja þjónustu íþróttamannvirkja þannig að ekki verði um undirverðlagningu að ræða. Til greina kemur að aðskilja rekstur þessarar starfsemi annari starfsemi, þar sem gæta á þess að samkeppnisrekstur sé ekki niðurgreiddur af einkaleyfis- eða verndaðri starfsemi skv. 2.mgr. 14.greinar samkeppnislaga.
Þess má þó geta að lokum að sveitarfélagið hefur með þessari starfsemi verið að koma til móts við þarfir íbúanna á svæðinu þar sem ekki hefur verið rekin hér líkamsræktarstöð til nokkurra ára. 
             2.   Ómar Bragi og Gunnar kynna drög að samningi milli RKÍ, RKÍ deilda á svæðinu og samstarfsaðila um forvarnir í Skagafirði, varðandi Geymsluna.  Nefndin samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og lýsir yfir ánægju sinni með hann.  Samningurinn verður undirritaður á afmæli Rauða Krossins þann 10. desember nk. 
             3.   Samþykkt að óska eftir fundi með forsvarsmönnum Morgan klúbbsins. 
             4.   Félags- og tómstundanefnd synjar beiðni UMF Tindastóls um 500.000 kr. styrk vegna Knattspyrnuskólans. 
             5.   Samþykkt áframhaldandi samstarf eins og verið hefur. 
             6.   Ómar Bragi segir frá könnun varðandi þátttöku barna í íþrótta- og tómstundastarfi. 
Ómar Bragi víkur af fundi. 
Húsnæðismál
Elsa Jónsdóttir skrifstofustjóri mætir á fundinn. 
                  7.   Beiðni um framhald á framleigu á félagslegri íbúð.  Umsóknin samþykkt í eitt ár, sjá innritunarbók. 
Elsa víkur af fundi. 
Félagsmál
                  8.   Túnaðarmál færð í trúnaðarbók. 
Jafnréttismál
                  9.   Endurskoðun jafnréttisáætlunar.
Ásdís gerir grein fyrir þeim breytingum sem þau Gunnar leggja til eftir að hafa skoðað gildandi jafnréttisáætlun sveitarfélagsins.
Gunnar kynnir hugmyndir að bréfum til nefnda þar sem óskað verður eftir upplýsingum varðandi jafnréttismál.
Gunnar ræddi einnig hugmyndir um jafnréttisviðurkenningu sveitarfélagsins.
Samþykkt að auglýsa eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar.  
Önnur mál
10.  Fundarboð.  Fundur um kynningu á aðalskipulagi verður á morgun kl. 16.00 – 18.30 á Kaffi Krók. 
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.50