Eyvindarstaðaheiði ehf.

28. júní 2021 kl. 13:00 í húsnæði KPMG á Sauðárkróki
Nefndarmenn
 • Valgerður Kjartandsóttir formaður
 • Smári Borgarsson
 • Gunnar Valgarðsson
 • Sigþrúður Friðriksdóttir
 • Sigursteinn Bjarnason
 • Sigfús Ingi Sigfússon fulltrúi Svf. Skagafjarðar
 • Jóhanna Magnúsdóttir fulltrúi Húnavatnshrepps
 • Kristján Jónasson endurskoðandi hjá KPMG
Fundargerð ritaði: Sigursteinn Bjarnason

Formaður félagsins Valgerður Kjartansdóttir setti fundinn og lagði til að Kristján Jónasson stjórnaði fundi og Sigursteinn Bjarnason ritaði fundargerð. Ekki komu fram aðrar tillögur og tóku þeir því til starfa.

Eftirfarandi dagskrá var lögð fram:

 1. Skýrsla stjórnar
 2. Ársreikningar félagsins 2020
 3. Tilnefning eignaraðila í stjórn
 4. Þóknun til stjórnar
 5. Kosning endurskoðenda
 6. Önnur mál.

Fundarstjóri kannaði í upphafi lögmæti fundarins . Fulltrúar sveitarfélaganna Sigfús Ingi Sigfússon fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð og Jóhanna Magnúsdóttir fyrir Húnavatnshrepp framvísuðu umboðum til að fara með atkvæðisrétt fyrir hönd sveitarfélaganna á fundinum.

 1. Skýrsla stjórnar. Valgerður fór yfir þau verkefni sem voru á hendi félagsins á síðastliðnu ári. Kostnaðarsamast var viðhald girðinga, en þær fóru mjög illa veturinn 2019-2020, vegaviðhald var álíka og undanfarin ár. Vonast er til að lægri upphæð þurfi í viðhaldsfé á þessu ári.
 2. Ársreikningar. Kristján Jónasson endurskoðandi félagsins fór yfir ársreikning reikningsársins 2020. Samkvæmt rekstrarreikningi voru rekstrargjöld kr. 3.869.462, rekstrartekjur og fjármagnstekjur kr. 6.303.218 og hagnaður fyrir skatta kr. 2.433.756. Eignir félagsins 31.des. 2020 voru 53.060.434 kr. Samþykkt var að færa hagnað til næsta árs. Borist hefur bréf frá ríkisskattstjóra þess efnis að félagið hefur verið fellt út af virðisaukaskattskrá. Nokkrar umræður urðu um reikningin og einkum hvaða áhrif ákvörðun skattstjóra hefur á rekstur félagsins. Ársreikningur borinn upp og samþykktur samhljóða.
 3. Tilnefning í stjórn. Fulltrúar sveitarfélaganna Sigfús Ingi Sigfússon og Jóhanna Magnúsdóttir lögðu til að stjórn yrði óbreytt. Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.
 4. Þóknun til stjórnar. Fundarstjóri lagði fram tillögu um að áfram gildi þær reglur um greiðslu þókunar og gilda hjá Sveitarfélaginu Skagafirði um kaup og kjör fólks í nefndum á þess vegum. Formaður og gjaldkeri fá auk þess 50% álag fyrir hvern setinn fund. Samþykkt samhljóða.
 5. Kristján Jónasson endurskoðandi hjá KPMG var einróma endurkjörinn endurskoðandi félagsins.
 6. Vegamál. Ekki var tekin ákvörun um endurnýjun vega umfram hefðbundið viðhald lagfæringar. Ákvörun um nýframkvæmdir verður tekin þegar kostnaður vegna viðhalds liggur fyrir.

 

Samþykkt var að fundarritari mundi ganga frá fundargerð síðar og senda hana fundarmönnum til formlegrar staðfestingar.

 

Fleira ekki tekið fyrir og formaður þakkaði fundarmönnum fundarsetu og sleit fundi.