Eyvindarstaðaheiði ehf.

03. maí 2018 kl. 13:00 Aðalfundur

Aðalfundur haldinn á skrifstofu KPMG á Sauðárkróki.

Mætt voru: Valgerður Kjartansdóttir, Einar E. Einarsson, Smári Borgarsson, Tryggvi Jónsson og Jakob Sigurjónsson fyrir hönd stjórn Eyvindastaðarheiðar ehf og Ásta Pálmadóttir, sveitarstjóri fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð og Þorleifur Ingvarsson, oddviti Húnavatnshrepps.  Einnig sat fundinn Kristján Jónasson endurskoðandi frá KPMG.

Valgerður bauð fundarmenn velkomna og lagði til að Kristján Jónasson yrði fundarstjóri og Einar E. Einarsson myndi rita fundargerð.  Samþykkt samhljóða.

 Dagskrá:

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Ársreikningur 2017
  3. Meðferð rekstarhagnaðar 20167
  4. Kosningar
  5. Þóknun til stjórnar
  6. Kosning endurskoðenda
  7. Önnur mál

Kristján kannaði lögmæti fundarins sem var í lagi þar sem báðir fulltrúar sveitarfélaganna voru með umboð til að fara með atkvæðarétt sveitarfélaganna.

 

1.      Skýrsla stjórnar

Valgerður gerði grein fyrir starfsemi félagsins árið 2017 og þeim verkefnum sem unnið var að á árinu í viðhaldi girðinga og vega, og hvaða verktakar hefðu unnið þau verk.  Niðurstaða fékkst frá Matvælastofnun um að Blanda væri ekki varnarlína og því verður haldið áfram með fyrri áform um að rífa áður umrædda Blöndu girðingu. Annars voru störf stjórnar hefðbundinn en haldnir voru tveir stjórnarfundir á árinu auk samskipta stjórnarmanna á tölvupósti og í síma.

 

2.      Ársreikningur 2017

Kristján Jónasson gerði ítarlega grein fyrir niðurstöðum ársreiknings 2017. Megin niðurstaðan er að hagnaður varð af rekstri félagsins á árinu 2017 að fjárhæð 1.178 þús. kr. Samkvæmt rekstarreikningi.  Eigið fé félagsins nam í árslok 39.808 þús. kr. Samkvæmt rekstarreikningi, þar af nemur hlutfé félagsins 510 þús. kr.

Kristján bar skýrslu stjórnar og ársreikning 2017 undir atkvæði og var hvoru tveggja samþykkt samhljóða.

 

3.      Meðferð rekstarniðurstöðu 2017

Fyrir liggur tillaga um að flytja rekstarhagnað ársins 2017 óskertan til hækkunar á eigin fé félagsins. Samþykkt samhljóða.

 

4.      Þóknun til stjórnar

Samþykkt að áfram gildi sömu reglur og eru í gildi hjá Sveitarfélaginu Skagafirði um greiðslur til fólks í nefndum og ráðum á vegum sveitarfélagsins.   Til viðbótar þeirri upphæð sem þar er ætluð til formans og gjaldkera fái þeir aukalega 50% álag fyrir hvern setinn fund.  Rökin fyrir því eru að stjórnarfundir eru fáir á hverju ári en formaður og gjaldkerfi sjá um daglegan rekstur félagsins milli funda.  Samþykkt samhljóða.

 

5.      Kosning stjórnar

Tryggvi Jónsson sem verið hefur í stjórn Eyvindastaðarheiðar ehf., frá því hún var stofnuð árið 2001 óskar nú eftir að stíga til hliðar.  Fulltrúar sveitarfélaganna og  núverandi stjórnarmenn þakka Tryggva fyrir vel unnin störf í þágu félagsins í þau 18 ár sem hann hefur setið í stjórn þess.

Fyrir liggur tillaga frá Húnavatnshreppi um að í stað Tryggja Jónssonar komi inn í stjórn Sigursteinn Bjarnason frá Stafni og að áfram verði Jakob Sigurjónsson í stjórn.

Ekki er tillaga um breytingar á fulltrúum Sveitarfélagsins Skagafjarðar og eru því áfram í stjórn þau Valgerður Kjartansdóttir, Smári Borgarsson og Einar E Einarsson.  

 

6.      Kosning endurskoðenda

Samþykkt samhljóða að kjósa Kristján Jónasson hjá KPMG sem endurskoðanda Eyvindastaðarheiðar ehf.

 

7.      Önnur mál

Rætt um málefni Galtaráskála, Bugaskála og Ströngukvíslarskála.  Ekki hefur orðið af formlegri yfirtöku félagsins á þessum skálum.  Niðurstaða umræðunnar varð að eftir komandi sveitarstjórnarkostningar fari sveitarfélögin heilstætt yfir málin í samvinnu við stjórn Upprekstarfélags Eyvindastaðarheiðar og stjórn Eyvindastaðaheiðar ehf., en Upprekstarfélagið skuldar Eyvindarstaðaheiði pening sem lánaðir voru til stækkunar á Galtaráskála.

Fleira ekki á dagskrá.  

Valgerður sleit fundi, þakkaði fundarmönnum og sérstaklega Tryggva fyrir vel unnin störf í þágu félagsins.

Fundi slitið 14:45

 

Valgerður Kjartansdóttir (sign)

Smári Borgarsson (sign)

Einar E Einarsson (sign)

Jakob Sigurjónsson (sign)

Kristján Jónasson (sign)

Ásta Pálmadóttir (sign)

Þorleifur Ingvarsson (sign)

Tryggvi Jónsson (sign)