Eyvindarstaðaheiði ehf.

7. fundur 10. apríl 2018 kl. 20:00 - 21:30 KS Varmahlíð

Eyvindarstaðarheiði ehf

Fundargerð stjórnarfundar – nr.7

 

Stjórnarfundur Eyvindastaðarheiðar ehf., haldinn í KS-Varmahlíð 10. apríl 2018 kl: 20:00.

 Á fundinn mættu stjórnarmennirnir Valgerður Kjartansdóttir, Einar E. Einarsson, Smári Borgarsson, Tryggvi Jónsson og Jakob Sigurjónsson.

 Dagskrá.

  1. Fundargerð síðasta fundar.
  2. Blöndugirðing
  3. Viðhald vega
  4. Aðalfundur 2018
  5. Önnur mál

 

1.      Fundargerð síðasta fundar.

Fundargerð frá stjórnarfundi 29. maí 2017 undirrituð og samþykkt formlega en hún hafði áður verið send og samþykkt í tölvupósti af nefndarmönnum strax að stjórnarfundi loknum.

 

2.      Blöndugirðing

Fyrir liggur að umrædd Blöndugirðing verður ekki varnarlína.  Fyrri ákvarðanir um að rífa girðinguna eru því í fullu gildi en eins og bókað var á stjórnarfundi 6. maí 2017, sagði Ástþór Árnason sig frá verkinu en hann hafði áður verið með lægsta tilboðið í verkið.  Samþykkt að tala við þá sem buðu næst lægt í niðurrif á girðingunni.  Beri það ekki árangur verður verkið boðið út aftur.

 

3.      Viðhald girðinga

Jakob vék af fundi undir þessum lið.

Rætt um hefðbundið viðhald girðinga.  Ákveðið að bjóða fyrst Sverri Sverrissyni (Bændaverk ehf),  að sjá um viðhald girðinga austan Svartár og Jakobi Sigurjónssyni að sjá um viðhald vestan Svartár.  Samþykkt að hækka laun fyrir unna klukkustund um 8,8% en láta verð fyrir dráttavél og sexhjól standa óbreytt.  Eftirfarandi gjaldskrá var samþykkt.

Vinna 3.700 kr pr klst án vsk.

Akstur á bíl samkvæmt ríkistaxta, torfærugjald án vsk.

Akstur á dráttavél 6.000 kr pr klst án vsk.

Akstur á sexhjóli: 190 kr pr km án vsk.

 

Jafnframt skaffar Eyvindarstaðarheiði ehf gistingu í Galtaráskála fyrir þá sem girða samkvæmt samkomulagi meðan á vinnu stendur.

Verktakar skili vinnuskýrslum eftir hvern dag. 

Rætt við Jakob og samþykkti hann að taka að sér viðhald girðinga vestan Svartár.  Tryggva falið að ræða við Bændaverk ehf.

 

4.      Viðhald vega.

Fyrir liggur hefðbundið viðhald á veginum um Kiðaskarð, Goðdalafjall, Gilhagadal ásamt Rugludalsvegi. Ákveðið að ræða við sömu aðila og verið hafa með viðhald þessara vega en ekki er ætlunin að láta tæta neinn veg í ár. Ákveðið að ræða við Óskar Ólafsson um viðhald vega í Kiðaskarði að vestan og við Smára Borgarsson um viðhald á vegi að austan.  Jafnframt að semja við Smára um viðhald vegs um Gilhagadal og Goðdalafjall og að Bjarni Ingólfsson sjái um Rugludalsveg.  Smári Borgarsson tók ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar. 

 

5.      Aðalfundur 2018.

Fyrir fundinum liggja drög að ársreikningi 2017 og eru ekki gerðar athugasemdir við þau drög. Stefnt er á að halda aðalfund Eyvindastaðarheiðar ehf., 2018 fyrstu dagana í maí.  Valgerði falið að boða fund í samráði við Kristján Jónasson hjá KPMG.

 

6.      Önnur mál.

Rætt um hliðið á veginum upp úr Mælifellsdalnum og um hliðið á veginum fyrir ofan Fossa.  Fyrir liggja kvartanir vegna þess að þau standa oft á tíðum opinn, en fólk sem fer um veginn er ekki alltaf að loka þeim á eftir sér með þeim afleiðingum að fé er að fara um hliðin á milli hólfa.  Samþykkt að leita eftir formlegu áliti Upprekstrafélags Eyvindastaðarheiðar á því að sett verði grindarhlið í veginn þar sem umrædd hlið eru í dag.  Verði svarið jákvætt myndi stjórn Eyvindastaðarheiðar ehf., fara fram á það við Vegagerðina að hún kostaði þá framkvæmd, en lítið gagn er í að viðhalda girðingum að hliðunum ef þau síðan standa opinn.  

 

Fundi slitið kl: 21:30

  

___________________________

Valgerður Kjartansdóttir

  

____________________________                             ______________________________

Tryggvi Jónsson                                                                 Einar E. Einarsson

 

__________________________                                ______________________________

Smári Borgarsson                                                                Jakob Sigurjónsson